Kynningarátak 26. mars til 6. apríl 2014
Framundan er umfangsmikið kynningarátak á Suðurlandi þar sem ferðaþjónustufyrirtækjum, matvælaframleiðendum, félögum, fyrirtækjum, stofnunum, einstaklingum og öllum öðrum áhugasömum er boðið að taka þátt í.
Unglingurinn er frábært nýtt leikverk sem er samið og leikið af unglingum. Sýningin hefur slegið í gegn og Menningarþátturinn Djöflaeyjan kaus hana m.a sem eina af áhugaverðustu sýningum ársins og sagðist ekki hafa skemmt sér svona vel í langan tíma.
Auglýsing um lausa lóð á Hellu sunnan Suðurlandsvegar
Rangárþing ytra auglýsir lóð lausa til umsóknar á athafna- og þjónustusvæði sunnan Suðurlandsvegar á Hellu.
Lóðin er nr. 4 við Rangárbakka og er skv. gildandi deiliskipulagi ætluð til verslunar og þjónustu.
Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki.
Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag. Heimilt er að sækja um styrk til verkefna sem umsækjandi er þegar byrjaður að vinna í.
Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, verður ræst í sjöunda sinn miðvikudaginn 5. febrúar 2014.
Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og gefst þátttakendum kostur á að taka þátt í vinnustaða-, grunnskóla- og einstaklingskeppni, þar sem hver og einngetur skráð inn sína hreyfingu allt árið.