Frá Félagsmiðstöðinni á Hellu
Félagsmiðstöðin á Hellu verður formlega opnuð miðvikudaginn 27. nóvember n.k. kl. 17:00.
Af því tilefni er öllum ungmennum í sveitarfélaginu svo og velunnurum boðið til opnunarhátíðar í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar á þeim tíma.
Umsjónarmaður.
Föstudaginn 15. nóvember ætla nemendur Grunnskólans á Hellu að skemmta íbúum sveitarfélagsins með margvíslegum upplestri og söng í tilefni af degi íslenskrar tungu sem verður laugardaginn 16. nóvember.
Nú ætlum við hjá Gámaþjónustunni hf (móðurfélag Gámakó) að fara um sveitir til að sækja landbúnaðarplast.
Við verðum á ferðinni í Ásahreppi og Rangárþingi ytra 11. og 12. Nóvember. Svo verðum á ferðinni í Rangárþingi eystra dagana 14. og 15. Nóvember.
Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur og sérfræðingur á Náttúrustofu Suðausturlands fjallar um norðurljós. Hann fer í sögulega norðurljósaatburði, fornar tilgátur um norðurljós, samspil sólar og sólvinda við segulsvið jarðar auk tíðni norðurljósa og tengsl þeirra við virkni sólar. Í lokin verður fjallað um nokkur gagnleg atriði varðandi norðurljósaskoðun.
Snillingar af Heklukoti leggja inn beiðni fyrir stjörnukíki
Hópur af skemmtilegum krökkum frá Heklukoti kom í dag ásamt leikskólakennaranum Sigdísi Oddsdóttur til að leggja inn beiðni um að fá stjörnukíki að gjöf frá sveitarfélaginu. Drífa Hjartardóttir sveitarstjóri tók við beiðninni fyrir hönd sveitarfélagsins.
Mennta- og menningarmálaráðherra í heimsókn í Leikskólann Laugalandi
Í gær 22. október kom menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson ásamt aðstoðarfólki sínu í heimsókn á Laugaland. Sigurjón byrjaði á því að sýna þeim grunnskólann og síðan var beðið um að fá að skoða leikskólann í kjölfarið. Illugi stoppaði góða stund skoðaði húsnæði skólans og spurði spurninga varðandi starfið.