Árleg ræðu- og söngkeppni skólanna í Rangárþingi

Árleg ræðu- og söngkeppni skólanna í Rangárþingi

Árleg ræðu- og söngkeppni skólanna í Rangárþingi þ.e. Grunnskólans á Hellu, Laugalandsskóla og Hvolsskóla fór fram á Hellu fimmtudagskvöldið 7. febrúar. Að þessu sinni var spurningakeppni bætt við dagskrána. Í ræðukeppninni þar sem umræðuefnið var Fésbókin sigruðu Lauglendingar með glæsilegum ræðuflutningi Önnu Guðrúnar Þórðardóttur.
readMoreNews
Menntaverðlaun Suðurlands fóru til Laugalandsskóla

Menntaverðlaun Suðurlands fóru til Laugalandsskóla

Laugalandsskóli í Holtum í Rangárþingi ytra hlaut Menntaverðlaun Suðurlands 2012 fyrir framúrskarandi kennslu í framsögn og framkomu og afar góðan árangur í lestrarkeppnum undanfarinna ára. Forseti Íslands afhenti verðlaunin í síðustu viku í tengslum við hátíðarfund Fræðslunets Suðurlands.
readMoreNews
Afa og Ömmukaffi í leikskólanum á Laugalandi á degi leikskólans - Myndir

Afa og Ömmukaffi í leikskólanum á Laugalandi á degi leikskólans - Myndir

Sjötti febrúar er „Dagur leikskólans“, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, mennta- og menningar málaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Mikil ánægja hefur verið með daginn og hafa gestir notið þess að sjá og kynnast því umhverfi sem börnin eru í á daginn. 
readMoreNews
Umhverfisnefnd barna Heklukoti

Umhverfisnefnd barna Heklukoti

Elstu börnin á leikskólanum Heklukoti komu í heimsókn í Miðjuna í gær og fengu að hengja upp myndir í tengslum við umhverfisverkefni sem þau eru að vinna að. Þau fá markvissa fræðslu í umhverfismennt einu sinni í viku og hafa þau haft í nægu að snúast í allan vetur.
readMoreNews
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir styrkumsóknum

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir styrkumsóknum

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum fyrir árið 2013. Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2013 og umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar.
readMoreNews
Þorrablót á Hellu laugardaginn 16. febrúar 2013

Þorrablót á Hellu laugardaginn 16. febrúar 2013

Þorrablótið á Hellu verður haldið laugardaginn 16. febrúar næstkomandi. Hljómsveitin "Síðasti sjens" leikur fyrir dansi eitthvað fram á nótt. Skemmtiatriðin verða á sínum stað en einnig munu félagar úr Harmonikkufélagi Rangæinga taka lagið. Miðasala fer fram í íþróttarhúsinu á Hellu laugardaginn 9. febrúar kl. 10.00 - 14.00.
readMoreNews
Ánægjuvogin - Styrkur íþrótta

Ánægjuvogin - Styrkur íþrótta

Ánægjuvogin er könnun sem UMFÍ og ÍSÍ stóðu að í sameiningu á stöðu íþróttastarfs, ánægju iðkenda, stöðu áfengis og tóbaksnotkunar og fleira meðal sambandsaðila í 8.-10.bekk. Mánudaginn 4.febrúar munu UMFÍ og ÍSÍ standa í sameiningu fyrir fundi á Selfossi í Tíbrá Engjavegi 50 og hefst fundurinn klukkan 17:00.
readMoreNews
Leikur Heklu og Smára í körfubolta þriðjudaginn 5. febrúar kl.20:00

Leikur Heklu og Smára í körfubolta þriðjudaginn 5. febrúar kl.20:00

Meistaraflokkur karla í körfubolta Ungmennafélagsins Heklu leikur við Smára frá Skagafirði en leikurinn fer fram þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20:00 í íþróttahúsinu á Hellu. Hekla vann síðasta leik á móti Patrek frá Patreksfirði sl. miðvikudag eftir framlenginu og "það var æðislegt að heyra stemninguna í húsinu undir lokin" að sögn Heklumanna.
readMoreNews
Fundir vegna nágrannavörslu

Fundir vegna nágrannavörslu

Fundir með hverfum vegna nágrannavörslu á Hellu voru vel sóttir í gær og í kjölfarið er ætlun að koma á fót nágrannavörslu í þeim hverfum sem sóttu fundina. Á næstunni ætla íbúar umræddra hverfa að ganga í hús hjá þeim sem mættu ekki og kynna verkefnið og hvetja til þátttöku.
readMoreNews
Ný skipulagsreglugerð tekur gildi

Ný skipulagsreglugerð tekur gildi

Ný skipulagsreglugerð hefur tekið gildi en hún er sett á grundvelli skipulagslaga sem samþykkt voru á Alþingi haustið 2010. Meðal nýmæla í reglugerðinni eru þau að gerð er  breyting á landnotkunarflokkum en þeir fela í sér skilgreiningu á ráðstöfun lands til mismunandi nota.
readMoreNews