Af gefnu tilefni er athygli eigenda hunda og katta í sveitarfélaginu vakin á að í gildi er samþykkt nr. 632/2012 um hunda- og kattahald í Rangárþingi ytra. The attention of dog and cat owners in Rangárþing ytra is drawn to resolution number 632/2012 about the ownership of dogs and cats in the community.
Við upphaf hátíðlegrar brautskráningar hjá Tónlistarskóla Rangæinga í Hvolnum í dag var tilkynnt um að Sigríður Aðalsteinsdóttir óperusöngkona hefur verið fastráðin sem skólastjóri. Staða skólastjóra var auglýst laus til umsóknar á dögunum og var Sigríður valin úr hópi mjög hæfra umsækjenda.
Vegna framkvæmda við Suðurlandsveg verður aðkomunni að Hellu úr hringtorginu inn á Miðvang lokað frá kl. 23:00, í dag 21. maí, og fram eftir nóttu. Bent er á aðrar leiðir s.s. Dynskála og Langasand.
Árlegt málþing Oddafélagsins, hið tuttugasta og þriðja frá 1992, verður haldið í Frægarði hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti fimmtudaginn 28. maí n.k.
Skólaslit tónlistarskólans verða 21. maí í Hvolnum. Þau hefjast kl. 17:00. Afhentar verða einkunnir og umsagnir. Einnig verða veittar viðurkenningar fyrir bestu ástundun og hæstu einkunn í áfangaprófum.
29. maí - 21. júní verður hreinsunarátak í sveitum á vegum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu og verða gámar á gámasvæðum í Rangárþingi ytra dagana 8. - 21. júní.