Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, skammstafað HSL, er byggðasamlag sveitarfélaga á Suðurlandi í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Heimili þess og varnarþing er Austurvegi 65 Selfossi.

Um fyrirkomulag stjórnar, starfmanna, starfssvæðis og framkvæmd fer skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Heilbrigðisnefnd Suðurlands sem fer með yfirstjórn HSL, ber að sjá um að framfylgt sé ákvæðum laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim, samþykktum sveitarfélaga og ákvæðum í sérstökum lögum eða reglum sem nefndinni er eða kann að vera falið að annast framkvæmd á. Nefndin skal vinna að bættu heilbrigðiseftirliti á svæði sínu, annast fræðslu fyrir almenning og efla samvinnu við önnur yfirvöld og aðila sem vinna að þessum málum.

Nánari upplýsingar

Samþykktir, aðalfundargerðir, stjórn og allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs. 

Smellið hér. 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?