Skrifstofa Rangárþings ytra
Suðurlandsvegi 1
850 Hellu

Kt. 520602-3050

Sími: 488 7000

Netfang skrifstofu: ry@ry.is

Skrifstofan er opin frá kl. 09:00 til kl. 15:00 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 09:00 til 13:00 föstudag.


Starfsmenn á skrifstofu:

Sveitarstjóri: Jón G. Valgeirsson jon(hja)ry.is
Fjármálastjóri: Klara Viðarsdóttir klara(hjá)ry.is
Launafulltrúi: Saga Sigurðardóttir saga(hjá)ry.is
Gjaldkeri: Ásdís Guðrún Jónsdóttir asdis(hjá)ry.is
Sérfræðingur: Hulda Karlsdóttir hulda(hjá)ry.is
Ritari: Ingibjörg Gunnarsdóttir ingibjorg(hjá)ry.is
Skipulags- og byggingafulltrúi: Haraldur Birgir Haraldsson birgir(hjá)ry.is
Aðstoðarmaður byggingafulltrúa Heimir Hafsteinsson heimir(hjá)ry.is
Aðstoðarmaður byggingafulltrúa Jón Ragnar Örlygsson jonragnar(hjá)ry.is
Markaðs- og kynningafulltrúi: Ösp Viðarsdóttir osp(hjá)ry.is
Verkefnastjóri íþrótta- og tómstundamála Jóhann G. Jóhannsson johann(hjá)ry.is

 

Meginhlutverk skrifstofu Rangárþings ytra er að halda utan um allan rekstur sveitarfélagsins og annast þjónustu við íbúa þess og stofnanir ásamt því að vera miðpunktur fyrir samskipti sveitarfélagsins við stofnanir, ráðuneyti, samtök sveitarfélaga, fyrirtæki og almenning:

Helstu verkefni:

  • Undirbúningur funda sveitarstjórnar og málefnanefnda.

  • Móttaka og afgreiðsla erinda til sveitarstjórnar.

  • Svör við umsóknum til sveitarstjórnar og afgreiðsla og framkvæmd á afgreiðslum hennar.

  • Birting og kynning á samþykktum og ákvörðunum sveitarstjórnar og umsjón með að þeim sé framfylgt.

  • Skjalavarsla fyrir rekstur og stjórnsýslu sveitarfélagsins, þ.m.t. varsla og meðferð fundargerða sveitarstjórnar og málefnanefnda.

  • Umsjón með fjárreiðum, innheimtu tekna, greiðslu kostnaðar og gerð áætlana og uppgjöra.

  • Bókhald fyrir allan rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess.

  • Umsjón með fjárhagslegum rekstri stofnana og starfsemi á vegum sveitarfélagsins.

  • Móttaka og umsjón með innsendum reikningum ásamt greiðslu þeirra.

  • Gerð reikninga fyrir þjónustu stofnana sveitarfélagsins og innheimta þeirra, svo sem húsaleigu, leikskólagjöld, skólamötuneytisgjöld, hundaleyfisgjöld, fjallskilagjöld, útselda vinnu þjónustumiðstöðvar, aukavatnsgjald og landleigu.

  • Álagning fasteignagjalda og annarra gjalda samkvæmt gjaldskrám og innheimta þeirra.

  • Starfsmannahald, launaútreikningur og launagreiðslur.

  • Afgreiðsla umsókna af margvíslegu tagi, þ.m.t. um húsaleigubætur, leiguíbúðir, félagslega þjónustu af ýmsu tagi, skráningu hunda og skráningu barna í vinnuskóla og skólagarða

  • Umsjón með skráningu íbúa í þjóðskrá.

  • Samskipti og upplýsingagjöf til ríkisstofnana og ráðuneyta.

  • Samskipti og upplýsingagjöf til samtaka sveitarfélaga og annarra sveitarfélaga.

Auk þessa eru ótal smærri verkefni sem ótalin eru hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?