Leikskólinn Heklukot
Útskálum 1-3, 850 Hella.
S. 488 7045
Leikskólastjóri: Ingigerður Stefánsdóttir
Netfang: inga@heklukot.is
Heimasíða: Smellið hér
Skóla- og fræðslumál eru einn þýðingarmesti málaflokkur sem sveitarfélagið annast og er í sífelldri þróun. Sveitarfélagið hefur lagt metnað sinn í rekstur leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og margvíslega aðra fræðslustarfsemi og ver um það bil helmingi útgjalda sinna til þeirra mála.
Allir skólar eru reknir undir Byggðasamlaginu Odda bs.
Í Rangárþingi ytra eru tveir leikskólar. Einn á Hellu sem er stærsti þéttbýliskjarninn í sveitarfélaginu og annar á Laugalandi þar sem einnig er grunnskóli, íþróttahús og sundlaug.
Útskálum 1-3, 850 Hella.
S. 488 7045
Leikskólastjóri: Ingigerður Stefánsdóttir
Netfang: inga@heklukot.is
Heimasíða: Smellið hér
Laugalandi
851 Hella.
S. 487 6633
Leikskólastjóri: Sigrún Björk Benediktsdóttir
Netfang: leikskolinn@laugaland.is
Heimasíða: Smellið hér
Hvatning til náms
Nokkur sveitarfélög hafa farið þá leið að hvetja fólk til mennta í leikskólafræðum með launuðum námsleyfum og námsstyrkjum. Hjá aðildarsveitarfélögum Odda bs. hafa verið í gildi reglur um launuð námsleyfi, og nokkrir starfsmenn hafa nýtt sér þetta, en í átakinu sem nú hefur verið hrundið af stað er um mun sterkari hvatningu að ræða því auk launaðra námsleyfa þá verði boðnir fram hreinir námsstyrkir. Slíkir styrkir eru mögulegir í ákveðinn fjölda námsanna, gegn ákveðinni námsframvindu, og eiga við um nám til diplóma-, bakkalár- og meistaragráðu en geta einnig fallið að lokaverkefnum sem tengjast leikskólum Odda bs. Sérstakar reglur hafa verið settar um styrkina á grunni Skólastefnu Rangárþings ytra og Ásahrepps 2016 – Göngum glöð til verka – og gilda um nema sem leggja stund á háskólanám í leikskólakennarafræðum og annað hvort vinna í leikskólum Odda bs. eða hafa áform um að gera það.
Markmið átaksins er að hækka menntunarstig starfsmanna í leikskólum Odda bs. og er liður í því að fjölga fagmenntuðu starfsfólki þeirra þannig að í árslok 2017 verði a.m.k. 2 af hverjum 5 starfsmönnum menntaðir leikskólakennarar og 2 af hverjum 3 starfsmönnum árið 2020 líkt og kveðið er á um í lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla í lögum um starfsmenn leikskóla.