Íbúar greiða sorphirðugjald til sveitarfélagsins en eigendur frístundahúsa greiða sorpeyðingargjald. Sorp er því tekið hjá íbúum aðra hverja viku en eigendur frístundahúsa geta farið með sorp á grenndarstöðvar sem og sorpstöðina Strönd. 

Í Rangárþingi ytra eru tvær grenndarstöðvar þar sem íbúar og eigendur frístundahúsa geta farið með pappa, plast og almennt rusl.

Ekki má fara með neinn annan úrgang á grenndarstöðvar t.d. járn, timbur, raftæki og spilliefni. Allur slíkur úrgangur á að fara beint á flokkunarstöðina Strönd.

 

Grenndarstöðin Hellu

Merkt með rauðum hring á kortið.

 Grenndarstöð á Hellu

 

Grenndarstöðin Landvegamótum

Gámaplan fyrir frístundahús er sunnan þjóðvegar nr. 1 við Landvegamót.

Gámasvæði Landvegamótum

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?