Þegar Haraldur Guðnason í Vestmannaeyjum var umdæmisstjóri 1964-1965 hreyfði hann þeirri hugmynd við forystumenn í Rangárþingi að stofna rótarýklúbb í Rangárvallasýslu. Hann kynnti hugmyndina á fundi í Rótarýklúbbi Selfoss, sem leiddi til þess að Selfyssingar buðu nokkrum mönnum úr Rangárþingi á rótarýfund.
Sverrir Magnússon lyfsali í Hafnarfirði var umdæmisstjóri 1965-1966. Þegar hann heimsótti Rótarýklúbb Ólafsfjarðar síðsumars 1965 kom hann að máli við undirritaðan um að hafa forystu um að stofna rótarýklúbb í Rangárvallasýslu, en honum var þá kunnugt um að undirritaður hafði verið rótarýfélagi í 5 ár og gegnt forsetastörfum, en var nú á förum til starfa í Hvolsvelli. Undirritaður tók málaleitan Sverris vel og kvaðst hann mundi fara þess á leit við forseta R. I. að mér yrði falið að gangast fyrir stofnun rótarýklúbbs í Rangárvallasýslu.
Í September, skömmu eftir að undirritaður fluttist í Hvolsvöll, hafði Sverrir samband og upplýsti að hann hefði óskað eftir því við forseta R.I. að rótarýklúbbur yrði stofnaður í Rangárvallasýslu. Nokkrum vikum síðar barst bréf frá forseta R. I. þar sem undirritaður var beðinn um að gangast fyrir stofnun klúbbsins. Í framhaldi af því hóf undirritaður undirbúning að stofnun hans og hafði samband við fjölmarga Rangæinga og kynnti þeim Rótarýhreyfinguna.
Nokkrir höfðu komið á fund hjá Rótarýklúbbi Selfoss en enginn verið félagi í rótarýklúbbi. Þrátt fyrir það gekk undirbúningurinn vel og undirritaður boðaði yfir tuttugu manns til undirbúningsfundar, sem haldinn var í félagsheimilinu Hvoli í janúar 1966. Af þeim mættu rúmlega 20 sem flestir áttu eftir að verða stofnfélagar klúbbsins. Einnig mættu á fundinn nokkrir félagar úr Rótarýklúbb Selfoss sem var okkar móðurklúbbur. Þá komu til fundarins fjórir félagar úr Rótarýklúbbi Kópavogs og áttu þeir eftir að verða okkur hjálplegir við stofnun klúbbsins ásamt Selfyssingunum.
Stofnfundur klúbbsins var svo haldinn í félagsheimilinu Hvoli 26. febrúar 1966. Þar var m.a. gengið frá stofnfélagaskrá með starfsgreinaheitum. Hún var send umdæmisstjóra og sendi hann hana til aðalskrifstofu R.I. en þar var hún samþykkt athugasemdalaust og fékk klúbburinn stofnbréfið dagsett 2. maí 1966.
Formaður er Kjartan Þorkelsson.
Rótarýklúbbur Rangæinga
Númer klúbbsins 9805
Fundarstaður: Félagsheimilið Hvoll,
Austurvegi 8, 860 Hvolsvelli kort
Símanúmer á fundarstað 487 8144
Pósthólf nr.
Netfang klúbbsins rang@rotary.is
Heimasíða klúbbsins er hér.