Almannavarnarnefnd er sameiginleg fyrir Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Að henni standa sveitarfélögin Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Í nefndinni eiga sæti einn fulltrúi frá hverju sveitarfélagi, einn fulltrúi frá svæðisstjórn björgunarsveitanna, einn fulltrúi frá Rauðakrossdeildunum og einn fulltrúi frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Auk þess er lögreglustjóri, yfirlögregluþjónn og löglærður fulltrúi lögreglustjóra.
Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og annast björgunar- og hjálparstörf vegna hættur eða tjóns sem skapast hefur vegna hernaðarátaka, náttúruhamfara eða af annari vá. Þær skulu gera áætlanir um skipulag almannavarna í samvinnu við ríkislögreglustjóra og almannavarnarráð.
Aðalfulltrúi Rangárþings ytra er Jón Valgeirsson
Varafulltrúi er Eggert Valur Guðmundsson