Sorpstöð Rangárvallasýslu auglýsir hausthreinsun

Sorpstöð Rangárvallasýslu auglýsir hausthreinsun

Dagana 11. október – 20. október 2013 verður hreinsunarátak í sveitum á vegum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu. Sérstaklega skal taka fram að eingöngu verða þar gámar fyrir málma, timbur, grófan úrgang og kör fyrir spilliefni og rafgeyma. Gámarnir eingöngu ætlaðir fyrir fasteignaeigendur á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu og eru gjaldfrjálsir.
readMoreNews
Uppskeruhátið KFR 2013 - Myndir

Uppskeruhátið KFR 2013 - Myndir

Uppskeruhátíð KFR var haldin í gær, þriðjudaginn 24. september í íþróttahúsinu, Hellu. Um 200 manns mættu og verðlaun voru veitt fyrir mestu framfarir og ástundun í 5. – 3. fl.  Einnig var besti leikmaðurinn í 3. flokki valinn, bæði hjá stelpum og strákum.
readMoreNews
SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki

SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki

SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi. Til úthlutunar eru 50 milljónir króna. Síðari úthlutun ársins fer nú fram og er umsóknarfrestur til og með 16. október n.k. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sudurland.is.
readMoreNews
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022. 1306058 – Galtalækur II, breyting vegna iðnaðarsvæðis fyrir fiskeldi. Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi.
readMoreNews
36. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014

36. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014

36. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014, verður haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu, föstudaginn 20. september 2013, kl. 9.00. Sjá dagskrá fundarins neðar.
readMoreNews
DVD-diskur um Laufaleitir á Rangárvallaafrétti

DVD-diskur um Laufaleitir á Rangárvallaafrétti

Guðmundur Árnason, sem er fæddur og uppalinn á Hellu, hefur gefið út glæsilegan DVD-disk um Laufaleitir á Rangárvallaafrétti en hann fylgdi fjallmönnum á afréttinum í viku haustið 2012 og festi allt á filmu. Í myndinni er farið um eitt fegursta hálendi Íslands í Rangárþingi ytra og liggja m.a. tvær þekktar gönguleiðir um þennan afrétt Rangvellinga en það eru Laugavegur og Strútsstígur.
readMoreNews
Reyðarvatnsréttir og Landréttir í Áfangagili

Reyðarvatnsréttir og Landréttir í Áfangagili

Reyðarvatnsréttir á Rangávöllum verða haldnar laugardaginn 21. september næstkomandi kl. 11.00 og Landréttir í Áfangagili verða haldnar fimmtudaginn 26. september kl. 12.00. Allir velkomnir. Fjallskilanefndir
readMoreNews
Áhugaverð námskeið tengd ferðaþjónustu á Suðurlandi

Áhugaverð námskeið tengd ferðaþjónustu á Suðurlandi

Núna framundan eru fjölmörg spennandi námskeið í boði sem Katla jarðvangur stendur fyrir. Smellið á fyrirsögn fréttarinnar til að sjá nánari upplýsingar. Frekari upplýsingar verður svo að finna á www.katlageopark.is þegar nær dregur og einnig er hægt að hafa samband við Jónu Björk, jonabjork@katlageopark.is eða Rannveigu, rannveig@katlageopark.is .
readMoreNews
Styrkjamöguleikar í ferðaþjónustu - Ísland allt árið

Styrkjamöguleikar í ferðaþjónustu - Ísland allt árið

Landsbankinn og atvinnuvegaráðuneytið hafa komið á fót þróunarsjóði til þess að styðja við markaðsátakið Ísland allt árið sem er þriggja ára verkefni ætlað er að styðja við lengingu ferðamannatímabilsins á Íslandi. Studd verða samstarfsverkefni fyrirtækja sem lengt geta ferðamannatímann á tilteknum svæðum en einnig koma til greina afbragðsverkefni stakra fyrirtækja.
readMoreNews
Karitas Tómasdóttir valin í U19 landslið kvenna í knattspyrnu

Karitas Tómasdóttir valin í U19 landslið kvenna í knattspyrnu

Karitas Tómasdóttir hefur verið valin í U19 ára landslið kvenna í knattspyrnu sem fer til Búlgaríu þar sem liðið leikur í undanriðli Evrópumótsins 21.-26. september. Mótherjar Íslands í riðlinum eru auk heimastúlkna, Slóvakía og Frakkland. Þetta er í fyrsta sinn sem Karítas er valin í landsliðshóp og óskum við henni til hamingju með þennan stórkostlega árangur!
readMoreNews