Fundir vegna nágrannavörslu

Fundir vegna nágrannavörslu

Fundir með hverfum vegna nágrannavörslu á Hellu voru vel sóttir í gær og í kjölfarið er ætlun að koma á fót nágrannavörslu í þeim hverfum sem sóttu fundina. Á næstunni ætla íbúar umræddra hverfa að ganga í hús hjá þeim sem mættu ekki og kynna verkefnið og hvetja til þátttöku.
readMoreNews
Ný skipulagsreglugerð tekur gildi

Ný skipulagsreglugerð tekur gildi

Ný skipulagsreglugerð hefur tekið gildi en hún er sett á grundvelli skipulagslaga sem samþykkt voru á Alþingi haustið 2010. Meðal nýmæla í reglugerðinni eru þau að gerð er  breyting á landnotkunarflokkum en þeir fela í sér skilgreiningu á ráðstöfun lands til mismunandi nota.
readMoreNews
6 milljónum króna úthlutað til Rangárþings ytra úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

6 milljónum króna úthlutað til Rangárþings ytra úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Sveitarfélagið Rangárþing ytra fékk í gær úthlutað tveimur þriggja milljóna króna styrkjum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða (2. úthlutun) en umsóknargögnin voru send inn í september 2012. Alls fengu 44 verkefni styrk að þessu sinni og nam heildarstyrkupphæðin rúmlega 150 milljónum króna.
readMoreNews
Heilsusetrið Þykkvabæ - Heilsuhelgi 8.-9. febrúar

Heilsusetrið Þykkvabæ - Heilsuhelgi 8.-9. febrúar

Mætum milli kl. 17 og 18 föstudaginn, 8. feb í skólahúsi Þykkvabæ. Kl:18:00 kemur Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir með Kundalini Yoga. Um kvöldið Hugleiðsla og slökun fyrir svefninn. Laugardagsmorgunn: góður göngutúr, fræðsla um Young Living olíur. Kostnaðu á Hollustu fæði, Yoga og gistingu 6.500 kr.
readMoreNews
43. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014

43. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014

43. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, verður haldinn að Suðurlandsvegi 3 á Hellu, föstudaginn 1. febrúar 2013, kl. 13.00.
readMoreNews
Fundir vegna nágrannavörslu

Fundir vegna nágrannavörslu

Til stendur að koma á fót nágrannavörslu á Hellu ef áhugi íbúa er fyrir hendi. Fundir verða haldnir í Grunnskólanum á Hellu og munu taka um eina og hálfa klukkustund. Skipt verður niður eftir litahverfum. Gula og rauða hverfið kl. 17.30  og græna hverfið kl. 19.30 á fimmtudaginn 31. janúar og fyrirtæki og stofnanir og bláa hverfið funda þann 7. febrúar.
readMoreNews
Þjónustusamningur Rangárþings ytra og KFR

Þjónustusamningur Rangárþings ytra og KFR

Knattspyrnufélag Rangæinga og sveitarfélagið Rangárþing ytra gengu í dag frá þjónustusamningi sín á milli vegna útbreiðslu knattspyrnu í íþróttastarfi í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar á 37. fundi hennar árið 2012. Þjónustusamningi þessum er m.a. ætlað að efla samstarf milli sveitarstjórnar Rangárþings ytra og Knattspyrnufélags Rangæinga.
readMoreNews
Leikur Heklu og Patreks í körfubolta miðvikudaginn 30.jan. kl.20:00

Leikur Heklu og Patreks í körfubolta miðvikudaginn 30.jan. kl.20:00

Meistaraflokkur karla í körfubolta Ungmennafélagsins Heklu leikur við Patrek frá Patreksfirði. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 30.janúar kl. 20:00 í íþróttahúsinu á Hellu. Hekla hefur unnið 3 leiki og tapað 4 á þessu tímabili og er allur stuðningur á hliðarlínunni er vel þeginn að sögn forsvarsmanna Heklu.
readMoreNews
Fundur um Evrópumál

Fundur um Evrópumál

Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi efnir til opins fundar um Evrópumál á Hótel Hvolsvelli, miðvikudaginn 30. janúar kl. 20:00-21:00 og eru allir velkomnir. Á fundinum mun sendiherra ESB á Íslandi, Timo Summa, ræða um stöðuna innan Evrópusambandsins og gang mála í aðildarviðræðum sambandsins við Ísland. Sendiherrann talar á ensku en boðið verður upp á endursögn á íslensku.
readMoreNews
Tilboð á árskortum í líkamsrækt og sund

Tilboð á árskortum í líkamsrækt og sund

Líkamsræktarstöðin Actic á Hellu býður nú árskort á kr. 25.990,- og gildir það einnig sem árskort í Sundlaug Hellu. Tilboðið gildir til 11. febrúar næstkomandi. Einnig er minnt á það að börn og unglingar að 18 ára aldri þurfa ekki að greiða aðgangseyri í sund í sveitarfélaginu samkvæmt nýrri gjaldskrá.
readMoreNews