Formleg opnun tengibyggingar við Suðurlandsveg 1-3 á Hellu

Formleg opnun tengibyggingar við Suðurlandsveg 1-3 á Hellu

Laugardaginn 30. júní 2012 kl. 14 fór fram athöfn vegna formlegrar opnunar á tengibygginunni við Suðurlandsveg 1-3 á Hellu.  Við athöfnina blessaði Sr. Guðbjörg Arnardóttir húsið og aðstoðaði Gunnstein R. Ómarsson, fulltrúa eigenda hússins, við að afhjúpa nafn byggingarinnar sem valið var af stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf.
readMoreNews
Vínbúð opnar á Hellu

Vínbúð opnar á Hellu

Í dag var opnuð Vínbúð í húsnæðinu við Suðurlandsveg 1-3 á Hellu en henni var lokað í mars 2010 vegna breytinga á húsnæðinu. Félagið Suðurlandsvegur 1-3 ehf. sem á húsnæðið hefur gert leigusamning við Vínbúðina sem tryggir veru búðarinnar til langrar framtíðar. Opnun Vínbúðarinnar mun án efa efla og styrkja aðra verslun og þjónustu á svæðinu.
readMoreNews
Hreinsibúnaðurinn við fráveituna á Hellu

Hreinsibúnaðurinn við fráveituna á Hellu

Eins og áður hefur komið fram, bæði hér á heimasíðu Rangárþings ytra og fréttabréfi, hefur nýtt hreinsivirki verið sett upp við fráveituna á Hellu. Unnið hefur verið að þessu verkefni í nokkurn tíma og var ákvörðun tekin um fjárfestinguna haustið 2010 við fjárhagsáætlunargerðina fyrir árið 2011. Vegna óhapps í flutningum dróst afhending búnaðarins.
readMoreNews
Forsetakosningar 2012 - Kjörfundur í Rangárþing ytra

Forsetakosningar 2012 - Kjörfundur í Rangárþing ytra

Kjörfundur í Rangárþingi ytra vegna forsetakosninga 30. júní 2012, verður haldinn í Grunnskólanum á Hellu og hefst  kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00. Athygli kjósenda er vakin á skyldu á að sýna persónuskilríki ef kjörstjórn óskar þess. Kjörstjórn Rangárþings ytra
readMoreNews
Ómar og sveitasynir með útgáfutónleika á Eyrarbakka í dag kl. 16

Ómar og sveitasynir með útgáfutónleika á Eyrarbakka í dag kl. 16

Útgáfutónleikar Ómars Diðrikssonar og Sveitasona verða haldnir í dag kl. 16 vegna útgáfu plötunnar "Þá áttu líf". Tónleikarnir fara fram í Merkigili á Eyrarbakka. Ómar og sveitasynir munu halda tónleika í Safnaðarheimilinu á Hellu á Töðugjöldum 2012, laugardaginn 18. ágúst kl. 17.
readMoreNews
Sveitagrill Míu við Sundlaugina á Hellu - Sprotafyrirtæki

Sveitagrill Míu við Sundlaugina á Hellu - Sprotafyrirtæki

Eins og flestir hafa tekið eftir sem leið hafa átt um Útskála á Hellu hefur veitingavagni í amerískum anda verið komið fyrir við Sundlaugina.  Hér er á ferðinni "Sveitagrill Míu" en á bakvið framtakið eru hjónin Stefanía Mía Björgvinsdóttir og Stefán Ólafsson sem búa á Hellu.  Sveitagrillið hefur hlotið talsverða athygli og umfjöllun fjölmiðlum.
readMoreNews
17. júní hátíðarhöld á Hellu - Myndir

17. júní hátíðarhöld á Hellu - Myndir

Þjóðhátíðardagur íslendinga var haldinn hátíðlegur á Hellu þann 17. júní síðastliðinn eins og venja er.  Dagskráin var í umsjón forsvarsmanna Heklu-Handverkshúss og þótti takast vel til. Hægt er að skoða myndir af hátíðarhöldunum með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar.
readMoreNews
Innbrot í 6 hesthús á Hellu

Innbrot í 6 hesthús á Hellu

Brotist inn í sex hesthús í hesthúsahverfinu á Hellu um helgina eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Miklum verðmætum var stolið og skemmdir unnar á eignum samhliða. Lögreglan á Hvolsvelli biður fólk sem telur sig hafa orðið vart við grunsamlegar mannaferðir í kringum hesthúsahverfið síðastliðna nótt að hafa samband.
readMoreNews
Nýtt forrit sem getur bjargað mannslífum

Nýtt forrit sem getur bjargað mannslífum

Fjölmargir ferðamenn fara um sveitarfélagið ár hvert. Full ástæða er því til að benda á nýtt snjallsímaforrit sem m.a. er fjallað um á vefsíðu Ferðamálastofu. Með forritinu geta ferðamenn kallað eftir aðstoð ef um slys eða óhapp er að ræða. Einnig geta þeir nýtt það til að skilja eftir sig slóð eða eins konar „brauðmola“.
readMoreNews
3 styrkir frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands enduðu í Rangárþingi ytra

3 styrkir frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands enduðu í Rangárþingi ytra

Á fundi sínum þann 2. maí s.l. úthlutaði stjórn Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 5 milljónum í styrki til atvinnuþróunar á starfssvæði sínu en auglýst var eftir umsóknum um styrki í mars og apríl. 3 styrkir fóru í verkefni í Rangárþingi ytra og er styrkhöfum óskað alls hins besta með sín verkefni. Ítarlegri upplýsingar í frétt.
readMoreNews