Sveitarfélögin Rangárþing ytra og Ásahreppur og forverar þeirra hafa frá 17. nóvember 1999 átt aðild að byggðasamlagi um rekstur fasteigna sem nýttar hafa verið til sameiginlegra verkefna sveitarfélaganna sem heitir Húsakynni bs. Heimili og varnarþing byggðasamlagsins er í Rangárþingi ytra.
Aðildarsveitarfélögin fela byggðasamlaginu að annast rekstur, viðhald og útleigu fasteigna sem sveitarfélögin eiga að fullu eða með ríkinu, og nýttar eru til sameiginlegra verkefna sveitarfélaganna.
Stjórn Húsakynna bs. 2022-2026
Aðalmenn
Þórunn Dís Þórunnardóttir, formaður
Þröstur Sigurðsson
Varamenn
Eggert Valur Guðmundsson
Eydís Þ. Indriðadóttir
Fundargerðir
Samþykktir