Grein úr 2020 útgáfu af Goðasteini um verkefnið.

 

Um verkefnið eyðibýli á Rangárvöllum. Skrifað í september 2018. 

EYÐIBÝLIN 100

Við frændur höfum nú fjallað um 100 eyðibýli og þau á síðunni okkar Rangárvellir Eyðibýli.   Við teljum að enginn hreppur eða Hérað hafi átt slíka baráttu við náttúruöflin eins gamli Rangárvallahreppur eða Rangárhverfi.   Sandfok, eldgos og jarðskjálftar settu fjölmargar jarðir í eyði á svæðinu.   Ekki er lengra síðan er 1947 að tveir bæir fóru í eyði og þær jarðir Þorleifsstaðir og Rauðnefsstaðir fóru á kafi í Hekluvikri.

Hér eru bæir sem finna má á síðunni;

Vestri Kirkjubær, Eystri Kirkjubær, Kirkjubæjarhjáleiga, Gíslahjáleiga, Skógslág, Lambhagahjálega, Kanastaðir, Ketilsstaðir, Ártúnakot, Bakkakotskot, Blábringa, Galtarholt, Langhólar, Markhóll, Stórholt, Vestra Fróðholt, Gunnarshóll, Eystri Geldingalækur, Vestri Geldingalækur, Bolholt, Reyðarvatn, Mið Reyðarvatn, Austasta Reyðarvatn, Miðbotnar, Syðri Strönd, Efri Strönd, Neðri Strönd, Gunnarsholt, Gunnarsholtshjálegur Vestri og Eystri, Kotbrekkur, Torta, Húsadalur, Brekkur, Skrafsagerði, Vallarholt, Hátún, Haukadalur, Sandgil, Heiði, Kot, Kastalabrekka, Stóri Skógur, Litli Skógur, Spámannsstaðir, Keldnakot, Króktún, Tunga, Hóll, Hraunkot, Keldnasel, Gildruhóll, Svínhagi, Litla Selsund, Vestri Gaddstaðir, Eystri Gaddstaðari/Gaukstaðir, Kragi, Kampstaðir, Jónshjálega, Strympa, Kumli, Núningur, Foss, Melkot, Tröllaskógur, Sandur, Drafleysa, Melkot, Hofstaðahjálega, Litli Oddi, Þorleifsstaðir, Rauðnefstaðir, Víkingslækur, Borgartún, Tunga, Staðarkot, Grákollustaðir, Gamla Næfraholt, Ás, Nýibær, Hraunteigur, Breiðholt, Ketilhúsahagi, Árholt, Árbrún, Árbær, Reynifell, Dagverðanes, kollabæjarhjáleiga, Kirkjulækjarsel, Stokkalækur, Markólsrúst, Bugur.

Með vegsemd og virðingu, Guðmundur Árnason og Ólafur Stolzenwald

Hér má (smellið hér) fara á síðu Eyðibýla á Rangárvöllum

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?