Allar upplýsingar um eitthvað sem vantar eða eitthvað sem betur má fara má senda á markaðs- og kynningarfulltrúa sveitarfélagsins osp@ry.is

 

If you have just arrived in Iceland, start by clicking here to access official information about moving to, and living in Iceland.

--

Rangárþing ytra býður nýja íbúa hjartanlega velkomna!

Hér getur þú nálgast kynningarbækling um sveitarfélagið.

Rangárþing ytra er Heilsueflandi samfélag, meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna hér. 

 

Skrifstofa Rangárþings ytra

Miðjan á Hellu

Aðsetur: Miðjunni, Suðurlandsvegi 1-3, 850 Hella. 
Sími: 488-7000
Netfang: ry@ry.is 
Heimasíða: www.ry.is

Skrifstofa Rangárþings ytra er í Miðjunni á Hellu. Þar eru einnig fundasalir sveitarstjórnar sem og ýmis önnur starfsemi.

Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 09:00 til 15:00 og föstudaga frá klukkan 09:00 til 13:00.

Flutningstilkynning

Tilkynna skal um flutning á vef Þjóðskrár Íslands

Ætlar þú að byggja?

Skipulagsnefnd og umferðarnefnd afgreiðir allt tengt byggingum.

Skipulags- og byggingafulltrúi hefur aðsetur á skrifstofu sveitarfélagsins.

Hér má nálgast upplýsingar um skipulags- og byggingamál.

Lausar lóðir í Rangárþingi ytra má shér hér

og einnig á www.map.is/ry

 

Hiti og rafmagn

Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps sér um rekstur og framkvæmdir við kaldavatnsveitu Rangárþings ytra. 

Veitur sjá um heitt vatn í sveitarfélaginu.

Rafmagn – RARIK - Orkusalan

 

Í sveitarfélaginu er rekin Félags- og skólaþjónusta í byggðasamlagi við önnur sveitarfélög. 

 

Grunnskólar og leikskólar í sveitarfélaginu eru reknir í byggðasamlaginu Oddi bs. 

Leikskólar í Rangárþingi ytra

Leikskólinn Heklukot á Hellu
Heimasíða: http://heklukot.leikskolinn.is/
Leikskólastjóri: Ingigerður Stefánsdóttir – inga@heklukot.is

Leikskólinn á Laugalandi
Heimasíða: http://laugaland.leikskolinn.is/
Leikskólastjóri: Sigrún Björk Benediktsdóttir – leikskolinn@laugaland.is

Grunnskólar í Rangárþingi ytra

Grunnskólinn á Hellu
Heimasíða: www.grhella.is
Skólastjóri: Kristín Sigfúsdóttir - kristins@grhella.is

Laugalandsskóli
Heimasíða: www.laugalandsskoli.is
Skólastjóri: Jónas B. Magnússon - laugholt@laugaland.is

Tónlistarskóli Rangæinga
Heimasíða: www.tonrang.is
Skólastjóri: Sandra Rún Jónsdóttir - tonrang@tonrang.is

Boðið er uppá gjaldfrjálst námsver fyrir þá sem eru í fjarnámi og má finna upplýsingar um það hér. 

 

Íþróttastarf

Íþróttir fyrir börn á leikskólaaldri

Eftirfarandi íþróttir eru í boði hjá sveitarfélaginu:

Leikskólafjör á laugardagsmorgnum frá kl. 10:00–11:30
Fótbolti á vegum Knattspyrnufélags Rangæinga 8. Flokkur
Línuskautar 5-16 ára

Íþróttir fyrir börn á skólaaldri

Ungmennafélagið Hekla býður upp á hinar ýmsu íþróttir fyrir börn á skólaaldri svo sem fimleika, hreysti, körfubolta, frjálsar og línuskauta. Nánari upplýsingar um starf þeirra og stundatöflu má finna inn á síðu Ungmennafélags Heklu.

Taekwondo deild Selfoss býður upp á æfingar á Hellu í samstarfi við Umf. Heklu.

Íþróttir fyrir fullorðna

Best er að hafa samband við íþróttamiðstöð til þess að fara yfir hvað er í boði hverju sinni.

Fótbolti Karla - Old-boys mánudaga
Blak kvenna fimmtudögum frá 18:30 – 20:30
Körfubolti Karla – Old boys miðvikudaga 20 – 21:30

Þrjú íþróttahús og tvær sundlaugar eru í sveitarfélaginu og má finna nánari upplýsingar um það hér.

Félagsstarf

Öflugt félagsstarf er hjá Rangárþingi ytra og má sjá allt um félagasamtökin hér. Einnig er virkt félagsstarf eldri borgara.

Félagsmiðstöðin Hellirinn er opin vikulega fyrir börn í 5. - 10. bekk. Nánar hér. 

 

Bókasöfn

Þrjú bókasöfn eru í sveitarfélaginu og má finna allt um þau hér.

 

Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla Rangárþings ytra
Suðurlandsvegi 3, 850 Hellu
Sími: 432 2700

 

Þegar búferlaflutningar eiga sér stað eru ýmsir þættir sem þarf að hafa í huga, hér að neðan er farið yfir helstu atriði.

Flutningstilkynning

Tilkynna skal búferlaflutninga innan við viku frá því þeir eiga sér stað. Hægt er að tilkynna flutning með rafrænum hætti inn á heimasíðu Þjóðskrár. Einnig þarf að tilkynna flutning hjá Póstinum og Veitum.

Kaup á fasteign í Rangárþingi ytra

Til þess að fá yfirlit yfir þær fasteignir sem eru til sölu í Rangárþingi ytra er mælt með að skoða helstu fasteignavefi.

Fasteignavefur mbl.is
Fasteignavefur visir.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?