Rangárþing ytra býður þeim sem búsetu hafa í sveitarfélaginu og stunda nám aðgang að námsveri, án endurgjalds. Aðstaðan er í kjallara Miðjunnar. Aðstaðan er bæði hugsuð fyrir fjarnema á háskólastigi og öðrum skólastigum. Aðstaðan var sett upp í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands og Fræðslunet Suðurlands sem munu reglulega bjóða upp á námskeið í námsverinu. Í náms- og kennsluveri Rangárþings ytra í kjallara Miðjunnar deila nemendur aðstöðu með öðrum. Stundatafla sem sýnir nýtingu á að vera öllum nemum sýnileg í náms- og kennsluverinu. Skrifstofa Rangárþings ytra uppfærir stundatöfluna svo hægt sé að sjá með a.m.k. dagsfyrirvara hvenær er laust, einnig er hún aðgengileg á internetinu ef leitað er að Google Calendar – fundarsalur Suðurlandsvegi. Þegar fundir eru í fundarsal er rýmið í fullri notkun og allur aðgangur óheimill.
Til þess að sækja um aðgang skal haft samband við skrifstofu Rangárþings ytra. ry(hjá)ry.is eða smella hér. Aðganginn þarf svo að endurnýja um áramót.
Neðst á þessari síðu má sjá hvenær námsverið er laust.
Aðgangur og opnunartímar
Fjarnemar og aðrir nemendur hafa aðgang að aðstöðu Rangárþings ytra í Miðjunni alla virka daga frá kl. 08:00 – 22:00 og frá kl. 09:00 – 21:00 um helgar þegar rýmið er ekki nýtt til funda. Aðgengi er í gegnum lyklabox. Til þess að fá aðgang að lyklaboxi þarf að fylla út eyðublað á skrifstofu Rangárþings ytra og þar fást einnig allar upplýsingar. Þegar húsinu er lokað að kvöldi er það á ábyrgð þess nemanda sem síðast fer úr húsi að öll ljós séu slökkt og útidyrahurð læst. Lykilorði á lyklaboxi er breytt um áramót og því þarf að sækja um aðgang að nýju ef nemendur hyggjast nýta námsverið áfram.
Kaffistofa
Nemar hafa aðgang að kaffistofu í námsveri, þar sem þeir geta nýtt sér kæliskáp, kaffivél og örbylgjuofn. Gangið vel um kaffistofuna því hún er nýtt af öllum.
Tölvu – og fjarfundarbúnaður
Í námsverinu hafa nemendur aðgang að þráðlausu neti og má nálgast aðgangsorð á töflu, óhóflegt niðurhal er óheimilt.
Umgengni
Þar sem nemendum er veittur aðgangur að húsnæðinu óháð viðveru starfsmanna er gert ráð fyrir því að þeir virði almennar umgengnisreglur og sjái um að skilja við eins og komið var að, hvort sem um er að ræða námsver, eldhús eða sameiginlegt rými. Persónulegar eigur námsmanna eru á ábyrgð þeirra sjálfra.
Próftaka
Ekki er í boði að taka próf í námsverinu sem stendur. Fjarnemar geta hinsvegar tekið fjarnámspróf á Hvolsvelli eða Selfossi og þá í samstarfi við Fræðslunet- eða Háskólafélag Suðurlands.