Sundlaugin á Hellu opnar eftir breytingar og lagfæringar

Sundlaugin á Hellu opnar eftir breytingar og lagfæringar

Sundlaugin á Hellu opnar aftur kl. 6.30 föstudaginn 14. júní næstkomandi eftir gagngerar breytingar og lagfæringar á búningsaðstöðu og á framsvæði við aðalinngang. Aðalbreytingarnar inni felast í því að sturtuaðstaða beggja kynja er aukin og endurbætt, sturtum fjölgar um helming í hvorum klefa og bætt er við salernisaðstöðu fyrir fatlaða í báðum klefum.
readMoreNews
Vorhátið Leikskólans á Laugalandi - Myndir

Vorhátið Leikskólans á Laugalandi - Myndir

Vorhátíð og útskrift elstu nemenda var haldin 31. maí.   Í upphafi hátíðar var tónlistaratirði elstu barna undir stjórn Maríönnu Másdóttur tónlistarkennara, en elstu börnin fá tónlistarkennslu  í leikskólanum einu sinni í viku í samvinnu við Tónlistarskóla Rangæinga.  Þegar þeirra atriði lauk fengu þau afhent viðurkenningarskjöl frá Tónlistarskólanum.
readMoreNews
Styrkir til bættrar einangrunar – Átaksverkefni 2013

Styrkir til bættrar einangrunar – Átaksverkefni 2013

Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis. Átaksverkefni 2013 er beint að húsnæði þar sem auka má einangrun ofan á þakplötu eða milli sperra í þaki. Styrkt verða efniskaup á steinull og skilyrði er að koma megi fyrir að lágmarki 200 mm.
readMoreNews
49. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014

49. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014

49. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, verður haldinn að Suðurlandsvegi 3 á Hellu, föstudaginn 7. júní 2013, kl. 13.00. FUNDARBOÐ OG DAGSKRÁ
readMoreNews
Skýrsla um rekstur grunnskóla í Rangárþingi ytra

Skýrsla um rekstur grunnskóla í Rangárþingi ytra

Á 43. fundi sveitarstjórnar þann 1. febrúar 2013 var skipað í nefnd til skoðunar á tölfræði og hagkvæmni í rekstri grunnskóla Rangárþings ytra. Í nefndina voru skipuð þau Hulda Karlsdóttir og Heimir Hafsteinsson. Skýrslunni var skilað inn til sveitarstjóra þann 8. maí 2013 og lögð fram á 48. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí 2013.
readMoreNews
Skólaslit Grunnskólans á Hellu 2013

Skólaslit Grunnskólans á Hellu 2013

Eins og fram kemur í færslu á heimasíðu Grunnskólans á Hellu voru skólaslit þann 28. maí í íþróttahúsinu. Að venju voru hin ýmsu verðlaun veitt, t.d. fyrir íþróttakeppnir og skák. Hápunkturinn var svo þegar glæsilegir 10. bekkingar stigu á svið og tóku við prófskírteinunum sínum.
readMoreNews
Krakka- og unglingatímar hjá GHR í sumar

Krakka- og unglingatímar hjá GHR í sumar

Hjá unglingastarfi GHR byrjar sumarið mánudaginn 10. Júni n.k og verða ungliðatímar á mánudögum kl. 13:00 - 14:00 og á miðvikudögum kl. 17:00 -18:00. Gylfi Sigurjónsson íþróttakennari og golfkennari sér um starfið í sumar. Farið verður í allt sem tengist golfinu og Golfklúbburinn leggur til kylfur fyrir þá krakka sem ekki eiga sett en þeir sem eiga kylfur komi endilega með sínar með sér.
readMoreNews
Tómstundanámskeið UMF Heklu

Tómstundanámskeið UMF Heklu

Íþrótta og tómstundanámskeið verður á vegum Umf. Heklu í 3 vikur í sumar, frá 3. – 21. Júní  á virkum dögum frá kl: 8.00 til 12.00. Ef næg þátttaka verður er möguleiki á að annað námskeið verði í 2 vikur í ágúst. Vinsamlegast látið vita af áhuga við skráningu.
readMoreNews
Vorhátíð leikskólans Heklukots og viðurkenning Heilsuskólans

Vorhátíð leikskólans Heklukots og viðurkenning Heilsuskólans

Vorhátíð leikskólans Heklukots var haldin laugardaginn 25. maí 2013. Börnum, foreldrum og gestum var boðið upp á pylsur og ávaxtadrykki og tókst hátíðin vel. Einnig var Heklukoti veitt viðurkenning Heilsuskólans. Sigríður Birna, fyrrverandi leikskólastjóri, var heiðursgestur en hún kom verkefninu á fót.
readMoreNews
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Jarlsstaðir, Stóru-Völlum og Iðnaðarsvæði við Þykkvabæ. Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu.
readMoreNews