Aðalskráningu fornminja í Rangárþingi ytra er lokið og meðal þess sem komið hefur í ljós í þeirri skráningu er fjöldi áður óþekktra bæjarstæða frá víkingaöld. Má sem dæmi nefna tóftaþyrpinguna í landi Árbakka, auk víkingaaldarbæjarstæða í landi Lunansholts og Holtsmúla (nú Skeiðvalla). Þessar fornu minjar eru hluti af mörgum þúsundum minja sem skráðar voru í sveitarfélaginu af Fornleifastofnun Íslands á árunum 2006-2015. Mikið afrek er að hafa lokið þessari fyrstu umferð fornleifaskráningar sem er undirstaða þess að hægt sé að vinna frekari rannsóknir á menningararfi svæðisins og stuðlað að varðveislu hans fyrir komandi kynslóðir.
Hægt er að nálgast skýrslurnar hér: