17. júní var fagnað á þremur stöðum í Rangárþingi ytra í blíðskapar veðri. Í Kambsrétt var smalabúsreið og keppt í dráttarvélarleikni, að Brúarlundi var töltkeppni og kaffi á eftir og í Þykkvabæ var. . .
Harmonikumessa verður haldin í Árbæjarkirkju í Rangárþingi ytra á sunnudaginn kemur kl.14.00. Þetta er fimmta messan sem haldin er með þessu sniði á jafnmörgum árum. Upphafsmaður að þessum viðburði var. . .
Forsetakosningar 2016 - Kjörfundur í Rangárþingi ytra
Kjörfundur vegna forsetakosninga fer fram laugardaginn 25. júní 2016. Kosið verður í Grunnskólanum á Hellu og hefst kjörfundur kl. 9:00 og lýkur kl 22:00. Athygli kjósenda er vakin á skyldu til að sýna persónuskilríki ef kjörstjórn óskar þess. Kjörstjórn Rangárþings ytra.
Hátíðir verða á þremur stöðum í tilefni af 17. júní í Rangárþingi ytra. Brúarlundi, Kambsrétt og Þykkvabæ. Dagskrá hefst á öllum stöðum kl 14:00. Að venju er einnig messa á Lundi kl 13:00. Nánari upplýsingar má nálgast með því að smella á fréttina.
Kjörskrá Rangárþings ytra vegna forsetakosninga laugardaginn 25. júní 2016, mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Suðurlandsvegi 1-3, Hellu frá 15. júní og fram að kjördegi.
Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri
Hreinsunarátak 9. - 16. júní - Vor og sumarhreinsun 2016
Dagana 9. - 16. júní verður hreinsunarátak í sveitum á vegum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu. Gámar verða á tímabilinu staðsettir á eftirtöldum stöðum Rangárvöllum (vegamót Gunnarsholtsvegar og Þingskálavegar), Þykkvabæ, Hellu og Landvegamótum. Sjá nánar í frétt.
Nú hafa skattkort á pappírsformi verið lögð af. Því er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn unglinga sem verða 16 ára á árinu kynni sér hvernig eigi að skila inn upplýsingum um nýtingu persónuafsláttar.