Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Landeigendur á Minna-Hofi vilja skipuleggja svæði með stórum íbúðarlóðum. Með breytingunni verður bætt inn nýju íbúðarsvæði, ÍB30. Svæðið er um 110 ha að stærð. Svæðið er mitt á milli Hellu og Hvolsvallar, í um 10 km fjarlægð frá
hvorum stað. Aðkoma er af Suðurlandsvegi (nr. 1) um miðja vegu milli Hellu og Hvolsvallar og um Rangárvallaveg nr. 264. Svæðið var auglýst sem íbúðasvæði (þá sem ÍB20) við heildarendurskoðun aðalskipulags.
08. apríl 2020
Fréttir