35. gr. sveitarstjórnarlaga - Byggðarráð:

  • Sveitarstjórn getur ákveðið í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins að kosið skuli byggðarráð. Í sveitarstjórnum sem eru skipaðar fimm aðalfulltrúum er þó ekki heimilt að kjósa byggðarráð.
  • Byggðarráð telst til fastanefnda sveitarstjórnar, sbr. 37. gr. Ákvæði þessa kafla, þar á meðal um framsal á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála, eiga við um byggðarráð að því leyti sem annað er ekki sérstaklega tekið fram.
  • Byggðarráð fer ásamt framkvæmdastjóra með framkvæmdastjórn og fjármálastjórn sveitarfélagsins að því leyti sem þessi mál eru ekki öðrum falin. Byggðarráð hefur eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins og fjármálastjórn þess, semur drög að fjárhagsáætlun og viðaukum við hana og leggur þau fyrir sveitarstjórn. Þá sér byggðarráð um að ársreikningar sveitarfélagsins séu samdir reglum samkvæmt og lagðir fyrir sveitarstjórn til meðferðar og afgreiðslu.
  • Heimilt er að ákveða í samþykkt um stjórn sveitarfélags að byggðarráð taki að meira eða minna leyti við starfi annarra fastanefnda sveitarstjórnar. Þá er heimilt að ákveða í samþykkt um stjórn sveitarfélags að ályktanir, tillögur og fundargerðir annarra nefnda megi leggja fyrir byggðarráð til umfjöllunar áður en þær eru lagðar fyrir sveitarstjórn til kynningar eða endanlegrar afgreiðslu.
  • Byggðarráði er heimil fullnaðarákvörðun mála sem eigi varða verulega fjárhag sveitarsjóðs eða stofnana hans, enda sé eigi ágreiningur innan ráðsins eða við framkvæmdastjóra um ákvörðunina, en meðan sveitarstjórn er í sumarleyfi fer byggðarráð með sömu heimildir og sveitarstjórn hefur ella. Þá er heimilt að fela byggðarráði fullnaðarafgreiðslu einstakra mála sem samkvæmt samþykktum sveitarfélags hafa áður komið til umfjöllunar annarra nefnda sveitarstjórnar.

Byggðarráð Rangárþings ytra 2022-2023:
Byggðarráð fundar að jafnaði einu sinni í mánuði, fjórða miðvikudag hvers mánaðar kl. 8:15 í fundarsalnum í Miðjunni að Suðurlandsvegi 1-3, Hellu. 

Aðalmenn:    
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir Formaður margretharpa [hjá] ry.is
Eggert Valur Guðmundsson Varaformaður eggertvalur [hjá] ry.is
Ingvar Pétur Guðbjörnsson   ingvarp [hjá] ry.is

 

Varamenn:                           
Erla Sigríður Sigurðardóttir   erlas [hjá] ry.is
Þórunn Dís Þórunnardóttir   disa [hjá] ry.is
Eydís Þ. Indriðadóttir   eydis [hjá] ry.is

 

Að auki situr sveitarstjóri fundi byggðarráðs.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?