Fréttabréf Rangárþings ytra hefur verið gefið út

Fréttabréf Rangárþings ytra hefur verið gefið út

Fréttabréf Rangárþings ytra var borið í hús í vikunni og er vonandi komið inn um bréfalúgu allra heimila í sveitarfélaginu. Þetta er liður í stefnu sveitarstjórnar um betri upplýsingagjöf til íbúa sveitarfélagsins en mikill vilji er til að opna stjórnsýsluna eins og kostur er. Það er von ritstjórnar að fréttabréfiinu verði vel tekið.
readMoreNews
Sumarafleysing á skrifstofu sveitarfélagsins

Sumarafleysing á skrifstofu sveitarfélagsins

Skrifstofa Rangárþings ytra óskar eftir að ráða starfsmann til sumarafleysinga á skrifstofu. Um er að ræða starf við símsvörun, afgreiðslu og annað tilfallandi. Nánari upplýsingar veitir Indriði Indriðason í síma 488 7000.
readMoreNews
Hreinsunarátak í sýslunni – tökum til hendinni! - Framhaldspistill

Hreinsunarátak í sýslunni – tökum til hendinni! - Framhaldspistill

Sveitarfélögum ber, skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, að innheimta gjald fyrir förgun úrgangs. Gjald skal innheimta fyrir öllum kostnaði og undir það fellur m.a. hreinsunarátakið sem nú er í gangi. Íbúar og fasteignaeigendur geta nú með beinum hætti tekið þátt í lækkun framtíðarsorpgjalda og tryggt framtíðarþjónustu með fullkominni flokkun í gámana.
readMoreNews
Hreinsunarátak í sýslunni – tökum til hendinni!

Hreinsunarátak í sýslunni – tökum til hendinni!

Þann 22. maí sl. hófst hreinsunarátak í Rangárvallasýslu undir forystu Sorpstöðvar Rangárvallasýslu sem er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna þriggja í sýslunni. Átakið stendur til 15. júní og við stefnum að því að sveitarfélögin hafi tekið stakkaskiptum fyrir þjóðhátíðardaginn.
readMoreNews
Suðurlandsvegur 1-3

Suðurlandsvegur 1-3

Tengibyggingin á milli húsanna við Suðurlandsveg 1 og 3 hefur verið áberandi í samfélagsumræðunni síðustu misseri og er einnig áberandi í ársreikningi sveitarfélagsins.  Byggingarkostnaður og annar kostnaður við verkefnið nemur nú nálægt hálfum milljarði en verkinu er þó ekki lokið að fullu, t.a.m. á eftir að klæða bæði hliðarhúsin og ganga frá baklóð.
readMoreNews
Fjölskylduganga Umf Heklu

Fjölskylduganga Umf Heklu

Umf. Hekla ætlar að standa fyrir fjölskyldugöngu mánudaginn 28. maí næstkomandi (annan í Hvítasunnu). Fyrirhugað er að koma saman við gamla Árhús Kl:10.00 og labba niður að Ægissíðufossi. Viljum við hvetja fólk til að koma og fá sér hressandi göngutúr í morgunsárið (spáin er mjög góð).
readMoreNews
Sorpstöð Rangárvallasýslu auglýsir vor- og sumarhreinsun

Sorpstöð Rangárvallasýslu auglýsir vor- og sumarhreinsun

Dagana 22. maí - 15. júní 2012 verður hreinsunarátak í sveitum á vegum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.  Gámar verða á tímabilinu staðsettir m.a. á eftirtöldum stöðum, þ.e. á „gömlu“ gámastæðum þessara staða: Rangárvöllum (vegamót Gunnarsholtsvegar og Þingskálavegar), Þykkvabæ, Hellu og Landvegamótum.
readMoreNews
Tómstundanámskeið UMF Heklu

Tómstundanámskeið UMF Heklu

Íþrótta og Tómstundanámskeið verður á vegum Umf. Heklu í 3 vikur í sumar, frá 4. – 22. Júní á virkum dögum frá kl. 8.00 til 12.00. Ef næg þátttaka verður, er möguleiki á að námskeiðið lengist um viku eða jafnvel vika í ágúst.  Vinsamlegast látið vita af áhuga á lengingu námskeiðs við skráningu.
readMoreNews
Frjálsíþróttaæfingar á íþróttavellinum á Hellu

Frjálsíþróttaæfingar á íþróttavellinum á Hellu

Íþróttafélagið Dímon, Íþróttafélagið Garpur og Ungmennafélagið Hekla ætla að standa saman að frjálsíþróttaæfingum á íþróttavellinum á Hellu í maí og júní í sumar.  Æfingarnar verða á þriðjudögum kl: 17.00 – 18.30 og er fyrsta æfing þriðjudaginn 22 maí. Öllum er heimilt að mæta og taka þátt.
readMoreNews
Ruslgjörningur leikskólabarna vekur athygli

Ruslgjörningur leikskólabarna vekur athygli

Mikill ruslgjörningur eða listaverk hefur verið sett upp á vegg í tengibyggingunni við Suðurlandsveg 1-3 á Hellu.  Þessi gjörningur hefur vakið eftirtekt vegfarenda og umræða skapast í samfélaginu vegna þessa.  Sumum finnst óþægilegt að sjá þetta, en til þess var leikurinn gerður.
readMoreNews