Við komum með Unglinginn til ykkar!

Unglingurinn er frábært nýtt leikverk  sem er samið og leikið af unglingum. Sýningin hefur slegið í gegn og Menningarþátturinn Djöflaeyjan kaus hana m.a sem eina af áhugaverðustu sýningum ársins og sagðist ekki hafa skemmt sér svona vel í langan tíma.

UNGLINGURINN er drepfyndið leikrit en á sama tíma mjög einlægt og tekur á öllum helstu málum sem brenna á unglingum í dag. Þó að verkið sé um unglinga er það ekki síður skemmtilegt fyrir foreldra og systkini.

Þetta er tilvalin samverustund þar sem hláturtaugarnar eru kitlaðar og foreldrar fá smá fræðslu í unglingamálum!

Og ekki spillir verðið því að Gaflaraleikhúsið og Menntalestin bjóða miðann á  aðeins 1.750 kr ef að keypt er viku fyrir sýningu eða fyrr. (almennt miðaverð er 2.500 kr).  Miðasala fer fram á midi.is.

Sýningar á Suðurlandi:

Laugardagur    15. feb.      kl. 17.00     Laugaland í Holtum

Laugardagur       22. feb.       kl. 17.00     Leikskálar í Vík

Mánudagur         24. feb.       kl. 20.00     Leikfélag Vestmannaeyja

Sunnudagur        2. mars.      kl. 17.00     Sindrabær á Höfn

Sunnudagur        16. mars.    kl. 17.00     Hólmaröst á Stokkseyri

Laugardagur       22. mars     kl. 17.00     Aratunga

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?