Grunnskólinn Hellu
Leitast er við að tengja saman nám og kennslu við það umhverfi og þann bakgrunn sem nemendur koma frá. Slíkri samtengingu fylgir einnig mikil umfjöllun og fræðsla um umhverfismál. Nemendur fá að kynnast nokkrum þáttum umhverfisfræðslunnar með beinum hætti (þ.e. með beinni þátttöku). Má í því sambandi nefna útiskóla, skógrækt, hreinsunarátak og vettvangsferðir um heimabyggð og afrétt.
Skólastjóri: Kristín Sigfúsdóttir
Netfang: kristins@grhella.is
Heimasíða: www.grhella.is