Heklusetur

Hekla séð frá Heklusetri

Glæsi­leg og nú­tíma­leg sýn­ing um Heklu, eitt fræg­asta eld­fjall heims. Sýn­ing­in ger­ir á áhrifa­rík­an hátt grein fyrir ógn­ar­afli þess og sam­búð fjalls og þjóð­ar um ald­ir. Sér­stök áhersla er lögð á áhrif Heklu á mann­líf í næsta ná­grenni fjalls­ins.
List­við­burð­ir eru reglu­lega í hús­inu og í aðal­sal húss­ins er að finna lista­verk unn­ið úr gos­efn­um úr Heklu eftir Rögnu Róberts­dótt­ur. Heklu­setrið er í ein­stak­lega fall­egu húsi sem hann­að af EON-arki­tekt­um og hlaut húsið verð­laun In­teri­or De­sign tíma­rits­ins 2014. Sýningin er hönnuð af Árna Pali Jóhannssyni. Höf­und­ur texta er Ari Trausti Guð­munds­son.
Í Heklu­setrinu eru veitt­ar upp­lýsing­ar um hvern­ig best er að ganga á Heklu. Þar er einn­ig vand­að­ur veit­inga­stað­ur og funda- og ráðstefnuaðstaða.

Opnunartími: 
1.maí – 30.sept.: rýtinginn 10 - 22
1.okt. – 30.apríl: Eftir samkomulagi
Aðgangseyrir: 900 kr, hópar 10+: 700 kr. Börn 6-11 ára: 450 kr.

Heimilisfang: Leirubakki, 851 Hella
Sími: +354 487-8700
Netfang: leirubakki@leirubakki.is
Vefsíða: http://www.leirubakki.is

Icelandic horse world - Skeiðvöllum

Icelandic Horse World - Skeiðvöllum

Icelandic HorseWorld - visitor center er heimsóknarmiðstöð fyrir erlenda og innlenda ferðamenn sem vilja komast í náinn kynni við íslenska hestinn og fræðast um sögu hans á lifandi og skemmtilegan hátt. Skeiðvellir er stórt hrossaræktarbú og er heimsóknarmiðstöðin að hluta til í hesthúsinu sem er 600fm stórt og reiðhöll sem er um 2000fm. Fjölbreyttar, fræðandi og skemmtilegar upplýsingar eru á staðnum, sýning á gömlum reiðtygjum ásamt lýsingu hvernig þau voru nýtt, fjörugur ratleikur fyrir krakka, myndasýning eftir RAX frá Landmannaafrétt og einnig mun dagskrá ganga yfir daginn sem hægt er að taka þátt í: skoða merar með nýfædd folöld, fá að klappa og kemba, teymingar fyrir krakka. Kaffihúsið á staðnum er opið alla daga. Skemmtileg afþreying fyrir alla fjölskylduna.

Opnunartími: 
1.maí – 30.sept.
1.okt. – 30.apríl: Eftir samkomulagi

Heimilisfang:
Skeiðvellir, 851 Hella
Sími: +354 557-4071 / 8995619
Netfang: info@iceevents.is 
Vefsíða: www.iceworld.is

Sagnagarður - Fræðslu- og kynningarsetur Landgræðslunnar

Sagnagarður

Í Sagnagarði, fræðslu- og kynningarsetri Landgræðslu ríkisins, er sögu landeyðingar og landgræðslu á Íslandi gerð skil í máli og myndum. Sagt er frá baráttu við óblíð náttúruöfl og afleiðingar ósjálfbærrar landnýtingar og náttúruhamfara. Greint er frá 100 ára sögu landgræðslustarfs á Íslandi og lýst helstu verkefnum í endurheimt landgæða og vistkerfa, gróðurvernd og alþjóðlegu samstarfi.

 

Opnunartími: 
Ekki er regluleg opnun.

Heimilisfang:
Gunnarsholti, 851 Hella
Sími: +354 488-3000
Netfang: sagnagardur@land.is 
Vefsíða: www.sagnagardur.land..is 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?