Frjálsíþróttaæfingar á íþróttavellinum á Hellu

Frjálsíþróttaæfingar á íþróttavellinum á Hellu

Ungmennafélagið Hekla verður með frjálsíþróttaæfingar á íþróttavellinum á Hellu í sumar sem hefjast nú að loknu landsmóti. Æfingarnar verða á mánudögum kl: 14.00 - 15.15. Æfingar eru öllum opnar, hvort sem þeir eru í Heklu eða öðrum félögum.
readMoreNews
Frábært framtak hjá flottum stelpum

Frábært framtak hjá flottum stelpum

Þær Bára Ósk og Þórný Björg voru úti að leika sér og langaði að halda tombólu til styrktar leikskólanum Heklukoti. Þær söfnuðu allskonar dóti og seldu svo fyrir utan búðina. Þær fengu hvorki meira né minna en 5.459 krónur og keyptu dót fyrir peninginn og gáfu börnunum í leikskólanum sem voru mjög glöð og sungu fyrir þær í þakklætisskyni.
readMoreNews
50. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014

50. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014

50. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, verður haldinn að Suðurlandsvegi 3 á Hellu, föstudaginn 5. júlí 2013, kl. 13.00. FUNDARBOÐ OG DAGSKRÁ...
readMoreNews
Umhverfisverðlaun Rangárþings ytra 2013

Umhverfisverðlaun Rangárþings ytra 2013

Samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefnd Rangárþings ytra auglýsir eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna , sem áætlað er að veita í sumar. Íbúar eru hvattir til að senda inn ábendingar til nefndarinnar eða á skrifstofu Rangárþings ytra Suðurlandsvegi 1  fyrir 15. júlí n.k. merkt Umhverfisverðlaun 2013.
readMoreNews
Vatnsleikfiminámskeið að Laugalandi í Holtum

Vatnsleikfiminámskeið að Laugalandi í Holtum

Á vormánuðum var haldið vatnsleikfimisnámskeið að Laugalandi í Holtum. Námskeiðið var í höndum Maríu Carmenar en hún hefur undanfarið boðið upp á slík námskeið tvisvar á ári. Þó tíðarfarið hafi ekki alltaf verið sem best þessa vordaga, létu konurnar engan bilbug á sér finna og nutu þeirrar heilsubótar sem vatnsleikfimin býður upp á sem og slökunar sem vatnið veitir.
readMoreNews
Hvetjum til samveru fjölskyldunnar í sumar

Hvetjum til samveru fjölskyldunnar í sumar

Í sumar vill Saman hópurinn  ítreka mikilvægi samveru foreldra og unglinga. Rannsóknir hafa sýnt að samvera fjölskyldunnar sé ein besta forvörnin.Samanhópurinn vill hvetja þau sveitarfélög sem bjóða heim á stórar bæjarhátíðir í sumar að hyggja vel að öllu skipulagi er varðar öryggi barna og ungmenna.
readMoreNews
17. júní hátíð á Hellu - Myndir

17. júní hátíð á Hellu - Myndir

17. júní hátíðahöld á Hellu þóttu takast með miklum ágætum eins og sjá má á eftirfarandi myndum frá Lóu Thor. Hátíðin hófst með messu á Lundi og fór skrúðganga þaðan sem leið lá í íþróttahúsið þar sem nýstúdent hélt hátíðarræðu og fjallkona klædd skautbúningi flutti fjallkonuljóð.
readMoreNews
Tómstundanámskeið UMF. Heklu 3.-21. Júní 2013

Tómstundanámskeið UMF. Heklu 3.-21. Júní 2013

Leikjanámskeið var haldið fyrstu þrjár vikurnar í júní og var þátttaka það góð að ákveðið var að fjölga leiðbeinendum og kom Gabríela Oddsdóttir inn með þeim Þórunni Guðnadóttur og Rúnari Hjálmarssyni. Þá lagði vinnuskóli Rangárþings ytra lagt til aðstoðarfólk eins og verið hefur undanfarin ár.
readMoreNews
Friðarhlaupið á Hellu - Trjáplöntun fyrir friðarhugsjónina

Friðarhlaupið á Hellu - Trjáplöntun fyrir friðarhugsjónina

Dagana 20. júní - 12. júlí er hlaupið Friðarhlaup um allt Ísland og fer verkefnið "leggjum rækt við frið" samhliða. Friðarhlaupið bauð Rangárþingi ytra að taka þátt í þessu verkefni og plantað var friðartré í lundinum við Nes þann 23. júní þegar Friðarhlaupið kom til Hellu.
readMoreNews
Skólaslit Laugalandsskóla 2013

Skólaslit Laugalandsskóla 2013

Þann 27. maí síðastliðinn var Laugalandsskóla slitið við hátíðlega athöfn. Að venju flutti skólastjóri ræðu og drap á það helsta í starfi vetrarins og þakkaði nemendum, aðstandendum og starfsfólki skólans gott samstarf. Fyrir skólaslitin var sýning á handverki nemenda í Miðgarði og þar mátti sjá ýmsa fallega gripi og önnur verkefni frá nemendum.
readMoreNews