03. júlí 2013
Fréttir
Þær Bára Ósk og Þórný Björg voru úti að leika sér og langaði að halda tombólu til styrktar leikskólanum Heklukoti. Þær söfnuðu allskonar dóti og seldu svo fyrir utan búðina. Þær fengu hvorki meira né minna en 5.459 krónur og keyptu dót fyrir peninginn og gáfu börnunum í leikskólanum sem voru mjög glöð og sungu fyrir þær í þakklætisskyni. Frábært framtak hjá flottum stelpum.