Betra aðgengi að opinberri þjónustu - Rangárþing ytra á island.is

Betra aðgengi að opinberri þjónustu - Rangárþing ytra á island.is

Nú er hægt að fara inn á Íbúagátt sveitarfélagsins og skrá sig inn á vefgátt island.is og sjá þar yfirlit um þjónustu sveitarfélagsins gagnvart íbúum. Island.is er er leiðarvísir að opinberri þjónustu og liður í að auðvelda almenningi aðgang að henni. Hægt er að skrá sig inn með sama veflykli og notaður er hjá Ríkisskattstjóra eða með rafrænum skilríkjum.
readMoreNews
Ný heimasíða Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Ný heimasíða Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Eins og margir vita hefur Félagsþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu flutt sig um set og hefur nú aðsetur í Miðjunni á Hellu við Suðurlandsveg 1-3. Katrín Þorsteinsdóttir var ráðin í starf félagsmálastjóra í byrjun sumars og hefur hún m.a. staðið fyrir uppsetningu á nýrri heimasíðu félagsþjónustunnar. Slóðin á heimasíðuna er www.felagsmal.is.
readMoreNews
Íslandsmótið í golfi 2012 á Strandarvelli - Ný heimasíða GHR

Íslandsmótið í golfi 2012 á Strandarvelli - Ný heimasíða GHR

Íslandsmótið í höggleik 2012 fer fram dagana 26.-29. júlí og er þetta í sjötugasta skiptið sem keppt er um Íslandsmeistara titil í golfi. Í ár fer Íslandsmótið fram á Strandavelli og er í umsjá Golfklúbbs Hellu. Golfklúbbur Hellu var stofnaður 22. júní 1952 og er því 60 ára á þessu ári.
readMoreNews
Heimildamynd um íslenska hestinn í bígerð

Heimildamynd um íslenska hestinn í bígerð

Lindsay Blatt og Paul Taggart eru að búa til myndina "Herd in Iceland"(Hjörð á Íslandi) sem er heimildamynd um íslenska hestinn. Tökur á myndinni hófust haustið 2010, þegar Lindsay og Paul ferðuðust til Íslands til að fylgjast með. Í þessari frétt má sjá sýnishorn úr myndinni en þar eru nokkur kunnugleg andlit úr sveitarfélaginu.
readMoreNews
Íþróttamiðstöðin á Hellu - Laust starf

Íþróttamiðstöðin á Hellu - Laust starf

Auglýst er eftir starfsmanni í Íþróttamiðstöðina á Hellu. Um er að ræða 100% starf í vaktavinnu, gæslu í kvennaklefa og þrif. Umsækjandi þarf að standast hæfnispróf sbr. öryggisreglugerð fyrir sundstaði. Þolsund 600 m, hraðsund 25 m, björgunarsund í fötum, kafsund 15 m og köfun í dýpsta hluta laugar. Eiga gott með að umgangast börn og unglinga, hafa góða þjónustulund og vera stundvís.
readMoreNews
Kartöflusúpudagurinn í Þykkvabæ - 20. júli

Kartöflusúpudagurinn í Þykkvabæ - 20. júli

Föstudaginn 20. júlí næstkomandi verður Kartöflusúpudagurinn svokallaði haldinn í Þykkvabænum. Kartöflusúpa fyrir gesti og gangandi,fríir sölubásar, grænmetismarkaður, nýuppteknar kartöflur, kynning á Young Living ilmkjarnaolíum, leiktæki fyrir börnin, lestin á rúntinum, andlitsmálun fyrir börnin, sjoppa á staðnum UMF Framtíðin og fleira.
readMoreNews
Ný skoðanakönnun - Nágrannagæsla á Hellu

Ný skoðanakönnun - Nágrannagæsla á Hellu

Ný skoðanakönnun hefur litið dagsins ljós á svæði heimasíðunnar sem má finna hægra megin á forsíðunni. Nú er spurt um hvort áhugi sé á meðal íbúa þéttbýlisins á Hellu að taka þátt í nágrannagæslu. Verið er að vinna í málinu sbr. 7. lið 33. fundar hreppsnefndar. Niðurstöður síðustu skoðanakönnunar koma einnig fram neðar í fréttinni.
readMoreNews
Umhverfisverðlaun Rangárþings ytra 2012

Umhverfisverðlaun Rangárþings ytra 2012

Fimmtudaginn 12. júlí voru umhverfisverðlaun Rangárþings ytra veitt við hátíðlega athöfn í Miðjunni á Hellu. Samgöngu-, umhverfis- og hálendisnefnd Rangárþings ytra veitir verðlaunin árlega.Verðlaunahafar munu hafa opið fyrir gesti laugardaginn 21. júlí frá kl. 13-16.
readMoreNews
1000 ára sveitaþorp og myndlist í Þykkvabæ

1000 ára sveitaþorp og myndlist í Þykkvabæ

Alla sunnudaga í júlí frá kl: 14-17 verður opin sýning á ljósmyndum og mannlífsmyndum frá árinu 1954. Einnig verða ljósmyndir, teknar af Rax og listaverk eftir Gunnhildi Þórunni Jónsdóttir frá Berjanesi í Landeyjum til sýnis. Kaffiveitingar verða til sölu.
readMoreNews
Formleg opnun tengibyggingar við Suðurlandsveg 1-3 á Hellu

Formleg opnun tengibyggingar við Suðurlandsveg 1-3 á Hellu

Laugardaginn 30. júní 2012 kl. 14 fór fram athöfn vegna formlegrar opnunar á tengibygginunni við Suðurlandsveg 1-3 á Hellu.  Við athöfnina blessaði Sr. Guðbjörg Arnardóttir húsið og aðstoðaði Gunnstein R. Ómarsson, fulltrúa eigenda hússins, við að afhjúpa nafn byggingarinnar sem valið var af stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf.
readMoreNews