Friðland í Þjórsárverum - undirrritun og móttaka í Árnesi

Friðland í Þjórsárverum - undirrritun og móttaka í Árnesi

Föstudaginn 21. júní 2013 kl. 15:00 mun umhverfis- og auðlindaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson undirrita friðlýsingarskilmála vegna friðlands í Þjórsárverum í Árnesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Við sama tækifæri munu fulltrúar sveitarfélaganna undirrita yfirlýsingu um friðlýsinguna. Eftir undirritunina verður móttaka í Félagsheimilinu Árnesi.
readMoreNews
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum. Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar að endurskoðun og breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
readMoreNews
17. júní dagskrá í Rangárþingi ytra

17. júní dagskrá í Rangárþingi ytra

Ef smellt er á fyrirsögn má sjá dagskrá 17. júní hátíðahalda á Hellu, Þykkvabæ og á Brúarlundi en hún er fjölbreytt og skemmtileg fyrir alla aldurshópa.
readMoreNews
Sundlaugin á Hellu opnar eftir breytingar og lagfæringar

Sundlaugin á Hellu opnar eftir breytingar og lagfæringar

Sundlaugin á Hellu opnar aftur kl. 6.30 föstudaginn 14. júní næstkomandi eftir gagngerar breytingar og lagfæringar á búningsaðstöðu og á framsvæði við aðalinngang. Aðalbreytingarnar inni felast í því að sturtuaðstaða beggja kynja er aukin og endurbætt, sturtum fjölgar um helming í hvorum klefa og bætt er við salernisaðstöðu fyrir fatlaða í báðum klefum.
readMoreNews
Vorhátið Leikskólans á Laugalandi - Myndir

Vorhátið Leikskólans á Laugalandi - Myndir

Vorhátíð og útskrift elstu nemenda var haldin 31. maí.   Í upphafi hátíðar var tónlistaratirði elstu barna undir stjórn Maríönnu Másdóttur tónlistarkennara, en elstu börnin fá tónlistarkennslu  í leikskólanum einu sinni í viku í samvinnu við Tónlistarskóla Rangæinga.  Þegar þeirra atriði lauk fengu þau afhent viðurkenningarskjöl frá Tónlistarskólanum.
readMoreNews
Styrkir til bættrar einangrunar – Átaksverkefni 2013

Styrkir til bættrar einangrunar – Átaksverkefni 2013

Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis. Átaksverkefni 2013 er beint að húsnæði þar sem auka má einangrun ofan á þakplötu eða milli sperra í þaki. Styrkt verða efniskaup á steinull og skilyrði er að koma megi fyrir að lágmarki 200 mm.
readMoreNews
49. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014

49. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014

49. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, verður haldinn að Suðurlandsvegi 3 á Hellu, föstudaginn 7. júní 2013, kl. 13.00. FUNDARBOÐ OG DAGSKRÁ
readMoreNews
Skýrsla um rekstur grunnskóla í Rangárþingi ytra

Skýrsla um rekstur grunnskóla í Rangárþingi ytra

Á 43. fundi sveitarstjórnar þann 1. febrúar 2013 var skipað í nefnd til skoðunar á tölfræði og hagkvæmni í rekstri grunnskóla Rangárþings ytra. Í nefndina voru skipuð þau Hulda Karlsdóttir og Heimir Hafsteinsson. Skýrslunni var skilað inn til sveitarstjóra þann 8. maí 2013 og lögð fram á 48. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí 2013.
readMoreNews
Skólaslit Grunnskólans á Hellu 2013

Skólaslit Grunnskólans á Hellu 2013

Eins og fram kemur í færslu á heimasíðu Grunnskólans á Hellu voru skólaslit þann 28. maí í íþróttahúsinu. Að venju voru hin ýmsu verðlaun veitt, t.d. fyrir íþróttakeppnir og skák. Hápunkturinn var svo þegar glæsilegir 10. bekkingar stigu á svið og tóku við prófskírteinunum sínum.
readMoreNews
Krakka- og unglingatímar hjá GHR í sumar

Krakka- og unglingatímar hjá GHR í sumar

Hjá unglingastarfi GHR byrjar sumarið mánudaginn 10. Júni n.k og verða ungliðatímar á mánudögum kl. 13:00 - 14:00 og á miðvikudögum kl. 17:00 -18:00. Gylfi Sigurjónsson íþróttakennari og golfkennari sér um starfið í sumar. Farið verður í allt sem tengist golfinu og Golfklúbburinn leggur til kylfur fyrir þá krakka sem ekki eiga sett en þeir sem eiga kylfur komi endilega með sínar með sér.
readMoreNews