Auglýsing vegna umsókna um húsaleigubætur

Auglýsing vegna umsókna um húsaleigubætur

Skv 2.mgr 10.gr laga um húsaleigurbætur nr. 138/1997 þarf að sækja skal um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka. Umsókn skal hafa borist til skrifstofu Rangárþings ytra, Suðurlandsvegi 1, 850 Hellu, eigi síðar en 15. Janúar 2013. Skrifstofa Rangárþings ytra.
readMoreNews
Fundarboð og dagskrá - 40. fundur sveitarstjórnar 2010-2014

Fundarboð og dagskrá - 40. fundur sveitarstjórnar 2010-2014

40. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Suðurlandsvegi 3 þann 20. desember kl. 20:30. 17 liðir eru á dagskrá auk nokkurra undirliða.
readMoreNews
Breytingar á sorphirðu um jólin

Breytingar á sorphirðu um jólin

Gámaþjónustan mun gera smávægilegar breytingar á sorphirðu á Hellu um jólin. Breytingarnar eru þannig að í staðinn fyrir að losa á Hellu fyrir jól verður það gert eftir þau eða 27. Des. Þetta er í raun talið koma betur út fyrir íbúa. Gámaþjónustan mun senda frá sér nýtt dagatal fyrir sorphirðu ársins 2013 á næstu dögum
readMoreNews
Útistofa vígð við Grunnskólann á Hellu

Útistofa vígð við Grunnskólann á Hellu

Útistofa við Grunnskólann á Hellu var vígð í morgun, mánudaginn 17. desember.  Nemendur og starfsmenn fylktu liði út í Rjóður þar sem útistofan er. Einnig mætti nokkur fjölda gesta. Sigurgeir skólastjóri mælti nokkur orð og lýsti því formlega yfir að nú væri útistofan formlega tekin í notkun og þá talaði séra Guðbjörg og fór með bæn.
readMoreNews
Staða leikskólastjóra - Leikskólakennarar athugið!

Staða leikskólastjóra - Leikskólakennarar athugið!

Laus er til umsóknar staða leikskólastjóra við leikskólann Heklukot á Hellu sem er í Rangárþingi ytra. Heklukot er þriggja deilda leikskóli, með um 60 dvalarpláss fyrir börn á aldrinum eins til fimm ára. Heklukot fékk Grænfánann afhentan sl. vor og er unnið að innleiðingu á heilsustefnunni í leikskólanum.
readMoreNews
Leikskólabörn skreyta jólatré

Leikskólabörn skreyta jólatré

Eins og margir hafa séð þá hefur verið sett upp jólatré við móttöku sveitarfélagsins á 3. hæð Miðjunnar á Hellu. Jólatréð er fengið frá Skógræktarfélagi Rangæinga og kemur það úr Bolholtsskógi á Rangávöllum.
readMoreNews
Brunavarnaæfing og kynning

Brunavarnaæfing og kynning

Tveir liðsmenn Brunavarna Rangárvallasýslu bs., Guðni G. Kristinsson og Sigfús Davíðsson, fræddu starfsmenn skrifstofu sveitarfélagsins um rétt viðbrögð við eldvá og almennt um forvarnir. Starfsmenn fengu að kynnast því af eigin raun hvernig er að slökkva eld með eldvarnarteppi og handslökkvitæki.
readMoreNews
Sóknaráætlanir landshluta – 400 milljónir til sveitarfélaga

Sóknaráætlanir landshluta – 400 milljónir til sveitarfélaga

Ríkisstjórnin samþykkti fyrir sitt leyti í gær, 27. nóvember, úthlutun 400 milljóna króna í sóknaráætlanir landshluta fyrir árið 2013. Fjármagninu var deilt á átta landshluta  og er þeim ætlað að ákvarða á grundvelli sóknaráætlana hvernig fjármagninu verður varið.Suðurland fær 52,9 milljónir eða 13,2%.
readMoreNews
Rangæingamót í skák 16 ára og yngri

Rangæingamót í skák 16 ára og yngri

Föstudaginn 30. nóvember Kl:16.00 verður Rangæingamót í skák fyrir 16 ára og yngri haldið í Grunnskólanum á Hellu. Tefldar verða 5 umferðir eftir monrad-kerfi og verður umhugsunartíminn 10 mín á keppanda í hverri skák. Ungmennafélagið Hekla sér um keppnishaldið og verður öllum keppendum boðið uppá léttar veitingar að keppni lokinni.
readMoreNews
Rétt lögheimili fyrir 1. desember 2012

Rétt lögheimili fyrir 1. desember 2012

Minnt er á að nauðsynlegt er fyrir hvern og einn að vera skráður með lögheimili á réttum stað fyrir næstu mánaðamót.  Lögheimili skal skráð þar sem fólk hefur fastan bústað.  Rétt skráð lögheimili tryggir að fólki berist nauðsynlegar upplýsingar frá opinberum aðilum, bönkum o.fl.  Þetta er mikilvægt svo öll réttindi sem fylgja lögheimili séu tryggð.
readMoreNews