Frjálsíþróttaæfingar á íþróttavellinum á Hellu

Frjálsíþróttaæfingar á íþróttavellinum á Hellu

Íþróttafélagið Dímon, Íþróttafélagið Garpur og Ungmennafélagið Hekla ætla að standa saman að frjálsíþróttaæfingum á íþróttavellinum á Hellu í maí og júní í sumar.  Æfingarnar verða á þriðjudögum kl: 17.00 – 18.30 og er fyrsta æfing þriðjudaginn 22 maí. Öllum er heimilt að mæta og taka þátt.
readMoreNews
Ruslgjörningur leikskólabarna vekur athygli

Ruslgjörningur leikskólabarna vekur athygli

Mikill ruslgjörningur eða listaverk hefur verið sett upp á vegg í tengibyggingunni við Suðurlandsveg 1-3 á Hellu.  Þessi gjörningur hefur vakið eftirtekt vegfarenda og umræða skapast í samfélaginu vegna þessa.  Sumum finnst óþægilegt að sjá þetta, en til þess var leikurinn gerður.
readMoreNews
Vorhátíð leikskólans Heklukots á Hellu laugardaginn 12. maí

Vorhátíð leikskólans Heklukots á Hellu laugardaginn 12. maí

Laugardaginn 12. maí verður leikskólinn Heklukot á Hellu með opið hús og foreldrafélagið með vorhátíð sína kl. 10:00-12:00.  Á vorhátíðinni verður Grænfáninn afhentur ásamt öðrum dagskrárliðum.  Allir hjartanlega velkomnir!  Endilega komið og gerið ykkur glaðan dag með okkur!
readMoreNews
Ný skoðanakönnun og niðurstöður síðustu könnunar

Ný skoðanakönnun og niðurstöður síðustu könnunar

Ný skoðanakönnun hefur verið sett inn á heimasíðuna.  Af nægu er að taka en fyrir valinu varð viðhorfskönnun vegna nýs almenningssamgöngukerfis, Strætó á Suðurlandi, sem tekið var í notkun um síðustu áramót.  Íbúar í Rangárþingi ytra eru hvattir til að taka þátt.
readMoreNews
Hvetjum til hreyfingar!

Hvetjum til hreyfingar!

Starfsfólk Sundlaugarinnar á Hellu er að fara af stað með söfnunarátak til styrktar Íþróttahússins á Hellu.  Stefnan er tekin á að ganga/hlaupa/synda, frá 7. maí til 7. júní, 1.000 km.  Þau skora á aðra að stofna 6-8 manna hópa og keppa við þau til gamans.  Reikningur átaksins er 0308-26-004702. Kt: 470211-0400.  Hægt er að prenta út kort hér neðar í færslunni.
readMoreNews
Strætó á sunnudagsáætlun 1. maí

Strætó á sunnudagsáætlun 1. maí

Akstur vagna Strætó bs. á frídegi verkalýðsins, 1. maí, verður að venju samkvæmt sunnudagsáætlun. Allar nánari upplýsingar má fáá www.straeto.is og í þjónustusíma Strætó bs.,540 2700.
readMoreNews
Ljósmyndasýning nemenda í Laugalandsskóla

Ljósmyndasýning nemenda í Laugalandsskóla

Laugalandsskóli í Holtum hefur undanfarin ár verið í samstarfi við menntayfirvöld í Norður Dakóta sem tengjast listamanna heimsóknum í skóla. Annaðhvert ár heimsækir listamaður frá Bandaríkjunum Laugalandsskóla og þess á milli fer íslenskur listamaður til Norður Dakota í Bandaríkjunum.  Myndir og myndband neðar í fréttinni.
readMoreNews
Árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn á Hellu

Árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn á Hellu

Árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaganna er nú haldinn dagana 26. og 27. apríl í Safnaðarheimilinu á Hellu.  Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum á meðan hann er í gangi.
readMoreNews
Ályktun Þjórsársveita um tillögu verkefnisstjórnar um rammaáætlun

Ályktun Þjórsársveita um tillögu verkefnisstjórnar um rammaáætlun

Eftirfarandi ályktun ásamt greinargerð er sett saman í framhaldi af fundi framkvæmdanefndar Þjórsársveita sem haldinn var í Þingborg 12. apríl 2012.  Ályktunin er send ráðherrum iðnaðar- og umhverfismála, nefndasviði Alþingis, þingmönnum Suðurkjördæmis og fjölmiðlum.
readMoreNews
Menningarráð Suðurlands auglýsir stofn- og rekstrarstyrki

Menningarráð Suðurlands auglýsir stofn- og rekstrarstyrki

Tilgangur styrkjanna er að stuðla að því að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkveitingarnar miðast við árið 2012.  Umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 13. maí 2012.  Umsóknareyðublað og úthlutunarreglur er að finna á heimasíðu Menningarráðs Suðurlands www.sunnanmenning.is.
readMoreNews