Ástæður lokunar heilsugæslu á Hellu

Ástæður lokunar heilsugæslu á Hellu

Eftirfarandi var birt á vefnum www.dfs.is: Íbúar í Rangárvallasýslu hafa sett sig í samband við DFS og kvartað undan því að heilsugæslustöðvarnar á Hvolsvelli og Hellu eru báðar lokaðar í dag. Íbúar eru hissa á þessu og vita ekki ástæðuna.
readMoreNews
Grænn apríl - Einn svartur ruslapoki laugardaginn 20. apríl nk.

Grænn apríl - Einn svartur ruslapoki laugardaginn 20. apríl nk.

Í tengslum við verkefnið Grænn apríl verður gert átak í hreinsun þann 20. apríl nk. „Einn svartur ruslapoki“. Þar sem Olís er þátttakandi í Grænum apríl hefur verið ákveðið að Olís gefi einn svartan ruslapoka til þeirra sem koma og leita eftir því. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að taka þátt í verkefninu og nýta framlag Olís til þess.
readMoreNews
Íbúafundur um staðsetningu á vindmyllum í Rangárþingi ytra

Íbúafundur um staðsetningu á vindmyllum í Rangárþingi ytra

Íbúafundur um staðsetningu á vindmyllum innan Rangárþings ytra verður haldinn þann 18. apríl 2013 kl. 20.00 í Íþróttahúsinu í Þykkvabæ skv. ákvörðun Skipulagsnefndar. H. Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings ytra, Steingrímur Erlingsson og Snorri Sturluson f.h. Biokraft ehf. og Friðrik Magnússon f.h. Kartöfluverksmiðjunnar í Þykkvabæ munu sitja fundinn og svara spurningum eftir þörfum.
readMoreNews
Góð þátttaka á reiðnámskeiðum hjá Rangárvalladeild Geysi

Góð þátttaka á reiðnámskeiðum hjá Rangárvalladeild Geysi

Rangárvalladeild Geysis stóð fyrir tveimur reiðnámskeiðum í vetur. Barnanámskeið var undir stjórn Heiðdísar Örnu Ingvarsdóttur og námskeið fyrir 14 ára og eldri undir stjórn Ísleifs Jónassonar. Barnanámskeiðið var sennilega með því ódýrasta í landinu, eða 3.000 krónur á barn fyrir 5 skipti, vegna þátttöku Hestamannafélagsins Geysis í kostnaðinum.
readMoreNews
Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga verður haldinn mánudaginn 15. apríl n.k. í Árhúsum á Hellu og hefst hann kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Viðurkenning veitt fyrir fallegan skógarreit í sýslunni. 3. Önnur mál. - Kaffihlé - 4. Fræðsluerindi:  Berjarunnar - ræktun og klippingar í umsjón  Kristins H. Þorsteinssonar, garðyrkjufræðings.
readMoreNews
Kjörskrá Rangárþings ytra vegna Alþingiskosninga 27. apríl 2013

Kjörskrá Rangárþings ytra vegna Alþingiskosninga 27. apríl 2013

Kjörskrá Rangárþings ytra vegna Alþingiskosninga laugardaginn 27. apríl 2013, mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Suðurlandsvegi 1-3, Hellu frá 17. apríl fram að kjördegi. Skrifstofan er opin frá kl. 9 – 15 mánudag til fimmtudags og frá kl. 9 – 13 föstudaga.
readMoreNews
Logi Geirsson með fyrirlestur um sjálfstraust og sjálfsaga

Logi Geirsson með fyrirlestur um sjálfstraust og sjálfsaga

Logi Geirsson handboltahetja verður með fyrirlestur um sjálfstraust og sjálfsaga í íþróttahúsinu á Hellu fimmtudaginn 11. apríl og hefst hann kl. 19.00.  Fyrirlesturinn er byggður upp á leiðum til að ná hámarks árangri jafnt í leik og starfi og er frábær skemmtun í bland við að veita áhorfandanum innblástur.
readMoreNews
Leikskólinn Heklukot auglýsir lausar stöður

Leikskólinn Heklukot auglýsir lausar stöður

Lausar eru stöður deildarstjóra og sérkennslustjóra við leikskólann Heklukot á Hellu sem er í Rangárþingi ytra. Heklukot er þriggja deilda leikskóli, með um 60 dvalarpláss fyrir börn á aldrinum eins til fimm ára. Heklukot fékk Grænfánann afhentan sl. vor og er unnið að innleiðingu á heilsustefnunni í leikskólanum.
readMoreNews
Höfðingleg gjöf Ólafssjóðs

Höfðingleg gjöf Ólafssjóðs

Sunnudaginn 10. mars sl. var stjórn Ólafssjóðs og kvenfélögum þeim sem að honum standa boðið til kaffisamsætis á Lundi. Tilefnið var að þakka fyrir þá höfðinglegu gjöf sem þessi félög færðu Lundi en það er standlyftari að verðmæti rúmlega 700.000.- kr. Á myndinni er hjúkrunarforstjóri Lundar með gefendum.
readMoreNews
Frá Gámaþjónustunni um sorplosun

Frá Gámaþjónustunni um sorplosun

Eftirfarandi upplýsingar bárust frá Gámaþjónustunni í dag vegna sorplosunar um páskana: "Það urðu smá breytingar á sorphirðu nú um Páskana, það sem var merkt á dagatalinu gult á laugardaginn var ekki tekið þá heldur erum við að vinna á því svæði núna. Við erum samkvæmt áætlun á Hellu núna."
readMoreNews