02. júlí 2013
Fréttir

Samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefnd Rangárþings ytra auglýsir eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna , sem áætlað er að veita í sumar.
Verðlaun verða veitt í eftirtöldum flokkum:
- Snyrtilegasta lóð fyrirtækis
- Fegursti/snyrtilegasti garður í þéttbýli
- Fegursti/snyrtilegasti garður í dreifbýli
- Snyrtilegasta lögbýlið, þar sem stundaður er landbúnaður
Íbúar eru hvattir til að senda inn ábendingar til nefndarinnar eða á skrifstofu Rangárþings ytra Suðurlandsvegi 1 fyrir 15. júlí n.k. merkt Umhverfisverðlaun 2013.
Formaður Samgöngu- hálendis og umhverfisnefndar.