Nýtt forrit sem getur bjargað mannslífum

Nýtt forrit sem getur bjargað mannslífum

Fjölmargir ferðamenn fara um sveitarfélagið ár hvert. Full ástæða er því til að benda á nýtt snjallsímaforrit sem m.a. er fjallað um á vefsíðu Ferðamálastofu. Með forritinu geta ferðamenn kallað eftir aðstoð ef um slys eða óhapp er að ræða. Einnig geta þeir nýtt það til að skilja eftir sig slóð eða eins konar „brauðmola“.
readMoreNews
3 styrkir frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands enduðu í Rangárþingi ytra

3 styrkir frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands enduðu í Rangárþingi ytra

Á fundi sínum þann 2. maí s.l. úthlutaði stjórn Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 5 milljónum í styrki til atvinnuþróunar á starfssvæði sínu en auglýst var eftir umsóknum um styrki í mars og apríl. 3 styrkir fóru í verkefni í Rangárþingi ytra og er styrkhöfum óskað alls hins besta með sín verkefni. Ítarlegri upplýsingar í frétt.
readMoreNews
Dagskrá 17. júní 2012 í Rangárþingi ytra

Dagskrá 17. júní 2012 í Rangárþingi ytra

Þann 17. júní verður að venju haldið upp á afmæli lýðveldisins en staðið verður fyrir hátíðarhöldum á Brúarlundi, Hellu og í Þykkvabæ.  Dagskrá á hverjum stað fyrir sig fylgir hér neðar í fréttinni.  Íbúar eru hvattir til að taka þátt í hátíðahöldunum og gera sér glaðan dag.
readMoreNews
Krásir og Eldsneyti til framtíðar

Krásir og Eldsneyti til framtíðar

Verkefnið Krásir er fræðslu og þróunarverkefni í svæðisbundinni matargerð þar sem boðið er upp á fræðslu auk faglegs og fjárhagslegs stuðnings við þróun og sölu matvæla. Þátttaka í verkefninu er opin einstaklingum og litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni, eða samstarfshópum einstaklinga og lítilla fyrirtækja, sem óska eftir að vinna saman.
readMoreNews
Ný skoðanakönnun og niðurstöður síðustu könnunar

Ný skoðanakönnun og niðurstöður síðustu könnunar

Ný skoðanakönnun hefur verið sett í gang á viðeigandi svæði á heimasíðunni og um leið eru niðurstöður síðustu könnunar birtar. Spurningin sem sett er fram í nýrri skoðanakönnun er svohljóðandi: "Vilt þú að sett verði varanlegt yfirborð á göngustíginn meðfram Ytri-Rangá? (Á milli Brennu og Árhúsa)".
readMoreNews
Fréttabréf Rangárþings ytra hefur verið gefið út

Fréttabréf Rangárþings ytra hefur verið gefið út

Fréttabréf Rangárþings ytra var borið í hús í vikunni og er vonandi komið inn um bréfalúgu allra heimila í sveitarfélaginu. Þetta er liður í stefnu sveitarstjórnar um betri upplýsingagjöf til íbúa sveitarfélagsins en mikill vilji er til að opna stjórnsýsluna eins og kostur er. Það er von ritstjórnar að fréttabréfiinu verði vel tekið.
readMoreNews
Sumarafleysing á skrifstofu sveitarfélagsins

Sumarafleysing á skrifstofu sveitarfélagsins

Skrifstofa Rangárþings ytra óskar eftir að ráða starfsmann til sumarafleysinga á skrifstofu. Um er að ræða starf við símsvörun, afgreiðslu og annað tilfallandi. Nánari upplýsingar veitir Indriði Indriðason í síma 488 7000.
readMoreNews
Hreinsunarátak í sýslunni – tökum til hendinni! - Framhaldspistill

Hreinsunarátak í sýslunni – tökum til hendinni! - Framhaldspistill

Sveitarfélögum ber, skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, að innheimta gjald fyrir förgun úrgangs. Gjald skal innheimta fyrir öllum kostnaði og undir það fellur m.a. hreinsunarátakið sem nú er í gangi. Íbúar og fasteignaeigendur geta nú með beinum hætti tekið þátt í lækkun framtíðarsorpgjalda og tryggt framtíðarþjónustu með fullkominni flokkun í gámana.
readMoreNews
Hreinsunarátak í sýslunni – tökum til hendinni!

Hreinsunarátak í sýslunni – tökum til hendinni!

Þann 22. maí sl. hófst hreinsunarátak í Rangárvallasýslu undir forystu Sorpstöðvar Rangárvallasýslu sem er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna þriggja í sýslunni. Átakið stendur til 15. júní og við stefnum að því að sveitarfélögin hafi tekið stakkaskiptum fyrir þjóðhátíðardaginn.
readMoreNews
Suðurlandsvegur 1-3

Suðurlandsvegur 1-3

Tengibyggingin á milli húsanna við Suðurlandsveg 1 og 3 hefur verið áberandi í samfélagsumræðunni síðustu misseri og er einnig áberandi í ársreikningi sveitarfélagsins.  Byggingarkostnaður og annar kostnaður við verkefnið nemur nú nálægt hálfum milljarði en verkinu er þó ekki lokið að fullu, t.a.m. á eftir að klæða bæði hliðarhúsin og ganga frá baklóð.
readMoreNews