Árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn á Hellu

Árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn á Hellu

Árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaganna er nú haldinn dagana 26. og 27. apríl í Safnaðarheimilinu á Hellu.  Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum á meðan hann er í gangi.
readMoreNews
Ályktun Þjórsársveita um tillögu verkefnisstjórnar um rammaáætlun

Ályktun Þjórsársveita um tillögu verkefnisstjórnar um rammaáætlun

Eftirfarandi ályktun ásamt greinargerð er sett saman í framhaldi af fundi framkvæmdanefndar Þjórsársveita sem haldinn var í Þingborg 12. apríl 2012.  Ályktunin er send ráðherrum iðnaðar- og umhverfismála, nefndasviði Alþingis, þingmönnum Suðurkjördæmis og fjölmiðlum.
readMoreNews
Menningarráð Suðurlands auglýsir stofn- og rekstrarstyrki

Menningarráð Suðurlands auglýsir stofn- og rekstrarstyrki

Tilgangur styrkjanna er að stuðla að því að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkveitingarnar miðast við árið 2012.  Umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 13. maí 2012.  Umsóknareyðublað og úthlutunarreglur er að finna á heimasíðu Menningarráðs Suðurlands www.sunnanmenning.is.
readMoreNews
Frjálsíþróttamót Umf Heklu föstudaginn 27. apríl

Frjálsíþróttamót Umf Heklu föstudaginn 27. apríl

Á föstudaginn 27. apríl (næsta föstudag) milli klukkan 15.00 og 16.30 ætlar Umf. Hekla að standa fyrir smá frjálsíþróttamóti í íþróttahúsinu á Hellu.  Mótið verður fyrir krakka í 1.-4. bekk.  Keppt verður í 30m hlaupi, langstökki og pílukasti.  Öllum krökkum í sýslunni er boðin þátttaka.
readMoreNews
Fréttabréf félags eldri borgara er komið út

Fréttabréf félags eldri borgara er komið út

Fréttabréf félags eldri borgara frá 12. apríl til semtember 2012 er komið út.  Farið er vítt og breitt yfir starfsemi félagsins í ár og er þarf af nægu að taka.  Gaman er að sjá hvað félagsstarfið er öflugt hjá eldri borgurum.  Félagsstarf eldri borgara hefur sinn stað á síðunni undir málaflokknum "íþrótta- og tómstundamál".
readMoreNews
Aðalfundur Umf. Heklu og áburðarsala

Aðalfundur Umf. Heklu og áburðarsala

Miðvikudagskvöldið 25.apríl. næstkomandi Kl:20.00 verður aðalfundur Umf. Heklu haldinn í Grunnskólanum á Hellu.  Einnig mun Umf. Hekla standa fyrir sölu á áburði um mánaðarmótin apríl/maí eins og síðustu ár.  Seldur verður áburður í 12 kg fötum og reynt verður að hafa svipað verð og í fyrra en það verður auglýst síðar.
readMoreNews
Úrsögn úr embætti Skipulags-og byggingarfulltrúa Rangárþings bs.

Úrsögn úr embætti Skipulags-og byggingarfulltrúa Rangárþings bs.

Á stjórnarfundi í embætti Skipulags-og byggingarfulltrúa Rangárþings bs., 2. apríl sl., var lögð fram tillaga þess efnis að Rangárþing ytra segði sig úr byggðasamlaginu.  Í framhaldinu var óskað var eftir viðræðum samstarfssveitarfélaganna til að vinna að lausn málsins. Bæði meiri- og minnihluti sveitarstjórnar Rangárþings ytra styður ákvörðunina.
readMoreNews
Styrktartónleikar fyrir Menningarsalinn á Hellu

Styrktartónleikar fyrir Menningarsalinn á Hellu

Þau félög sem þar starfa og hafa aðstöðu í Menningarsalnum á Hellu munu á sumardaginn fyrsta kl.14:00 halda styrktartónleika fyrir salinn. Þar koma fram Samkór Rangæinga, Leikfélag Rangæinga, Harmonikufélag Rangæinga, Kvennakórinn Ljósbrá, Kirkjukór Odda- og Þykkvabæjarkirkna, Karlakór Rangæinga og Karlakórinn Þrestir.
readMoreNews
Skoðanakönnun um lausagöngu hunda á síðunni

Skoðanakönnun um lausagöngu hunda á síðunni

Nú stendur yfir tilraun á vefsíðunni með skoðanakönnun í nýja heimasíðukerfinu. Hægt er að sjá könnunina og kjósa með því að smella á takkann hægra megin á forsíðunni undir viðburðadagatalinu eða með því að smella á hlekk hér neðar í tilkynningunni.
readMoreNews
Anna Hansen frá Leirubakka í Landsveit í aðalhlutverki!

Anna Hansen frá Leirubakka í Landsveit í aðalhlutverki!

Anna Hansen frá Leirubakka í Landsveit hefur stimplað sig hressilega inn í danskt menningarlíf en hún stundar nám í Danmörku þessi misserin.  Hún fékk nýlega hlutverk í söngleik þar sem hún skaut 150 öðrum umsækjendur ref fyrir rass. Við óskum Önnu innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur og vonum að henni gangi allt hið besta í því sem hún tekur sér fyrir hendur í hvert sinn.
readMoreNews