Umhverfisverðlaun Rangárþings ytra 2012

Umhverfisverðlaun Rangárþings ytra 2012

Fimmtudaginn 12. júlí voru umhverfisverðlaun Rangárþings ytra veitt við hátíðlega athöfn í Miðjunni á Hellu. Samgöngu-, umhverfis- og hálendisnefnd Rangárþings ytra veitir verðlaunin árlega.Verðlaunahafar munu hafa opið fyrir gesti laugardaginn 21. júlí frá kl. 13-16.
readMoreNews
1000 ára sveitaþorp og myndlist í Þykkvabæ

1000 ára sveitaþorp og myndlist í Þykkvabæ

Alla sunnudaga í júlí frá kl: 14-17 verður opin sýning á ljósmyndum og mannlífsmyndum frá árinu 1954. Einnig verða ljósmyndir, teknar af Rax og listaverk eftir Gunnhildi Þórunni Jónsdóttir frá Berjanesi í Landeyjum til sýnis. Kaffiveitingar verða til sölu.
readMoreNews
Formleg opnun tengibyggingar við Suðurlandsveg 1-3 á Hellu

Formleg opnun tengibyggingar við Suðurlandsveg 1-3 á Hellu

Laugardaginn 30. júní 2012 kl. 14 fór fram athöfn vegna formlegrar opnunar á tengibygginunni við Suðurlandsveg 1-3 á Hellu.  Við athöfnina blessaði Sr. Guðbjörg Arnardóttir húsið og aðstoðaði Gunnstein R. Ómarsson, fulltrúa eigenda hússins, við að afhjúpa nafn byggingarinnar sem valið var af stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf.
readMoreNews
Vínbúð opnar á Hellu

Vínbúð opnar á Hellu

Í dag var opnuð Vínbúð í húsnæðinu við Suðurlandsveg 1-3 á Hellu en henni var lokað í mars 2010 vegna breytinga á húsnæðinu. Félagið Suðurlandsvegur 1-3 ehf. sem á húsnæðið hefur gert leigusamning við Vínbúðina sem tryggir veru búðarinnar til langrar framtíðar. Opnun Vínbúðarinnar mun án efa efla og styrkja aðra verslun og þjónustu á svæðinu.
readMoreNews
Hreinsibúnaðurinn við fráveituna á Hellu

Hreinsibúnaðurinn við fráveituna á Hellu

Eins og áður hefur komið fram, bæði hér á heimasíðu Rangárþings ytra og fréttabréfi, hefur nýtt hreinsivirki verið sett upp við fráveituna á Hellu. Unnið hefur verið að þessu verkefni í nokkurn tíma og var ákvörðun tekin um fjárfestinguna haustið 2010 við fjárhagsáætlunargerðina fyrir árið 2011. Vegna óhapps í flutningum dróst afhending búnaðarins.
readMoreNews
Forsetakosningar 2012 - Kjörfundur í Rangárþing ytra

Forsetakosningar 2012 - Kjörfundur í Rangárþing ytra

Kjörfundur í Rangárþingi ytra vegna forsetakosninga 30. júní 2012, verður haldinn í Grunnskólanum á Hellu og hefst  kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00. Athygli kjósenda er vakin á skyldu á að sýna persónuskilríki ef kjörstjórn óskar þess. Kjörstjórn Rangárþings ytra
readMoreNews
Ómar og sveitasynir með útgáfutónleika á Eyrarbakka í dag kl. 16

Ómar og sveitasynir með útgáfutónleika á Eyrarbakka í dag kl. 16

Útgáfutónleikar Ómars Diðrikssonar og Sveitasona verða haldnir í dag kl. 16 vegna útgáfu plötunnar "Þá áttu líf". Tónleikarnir fara fram í Merkigili á Eyrarbakka. Ómar og sveitasynir munu halda tónleika í Safnaðarheimilinu á Hellu á Töðugjöldum 2012, laugardaginn 18. ágúst kl. 17.
readMoreNews
Sveitagrill Míu við Sundlaugina á Hellu - Sprotafyrirtæki

Sveitagrill Míu við Sundlaugina á Hellu - Sprotafyrirtæki

Eins og flestir hafa tekið eftir sem leið hafa átt um Útskála á Hellu hefur veitingavagni í amerískum anda verið komið fyrir við Sundlaugina.  Hér er á ferðinni "Sveitagrill Míu" en á bakvið framtakið eru hjónin Stefanía Mía Björgvinsdóttir og Stefán Ólafsson sem búa á Hellu.  Sveitagrillið hefur hlotið talsverða athygli og umfjöllun fjölmiðlum.
readMoreNews
17. júní hátíðarhöld á Hellu - Myndir

17. júní hátíðarhöld á Hellu - Myndir

Þjóðhátíðardagur íslendinga var haldinn hátíðlegur á Hellu þann 17. júní síðastliðinn eins og venja er.  Dagskráin var í umsjón forsvarsmanna Heklu-Handverkshúss og þótti takast vel til. Hægt er að skoða myndir af hátíðarhöldunum með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar.
readMoreNews
Innbrot í 6 hesthús á Hellu

Innbrot í 6 hesthús á Hellu

Brotist inn í sex hesthús í hesthúsahverfinu á Hellu um helgina eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Miklum verðmætum var stolið og skemmdir unnar á eignum samhliða. Lögreglan á Hvolsvelli biður fólk sem telur sig hafa orðið vart við grunsamlegar mannaferðir í kringum hesthúsahverfið síðastliðna nótt að hafa samband.
readMoreNews