13. júní 2012
Fréttir
Á fundi sínum þann 2. maí s.l. úthlutaði stjórn Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 5 milljónum í styrki til atvinnuþróunar á starfssvæði sínu en auglýst var eftir umsóknum um styrki í mars og apríl. Til úthlutunar voru 5 milljónir og að þessu sinni voru 12 verkefni styrkt. 3 styrkir fóru í verkefni í Rangárþingi ytra að þessu sinni. Styrkhöfum er óskað alls hins besta með sín verkefni.
Verkefnin sem um ræðir og fengu styrki voru eftirtalin:
-
Gönguleiðir í Ásahreppi og Rangárþingi ytra
- Umsækjandi: Steinsholt sf. með stuðningi sveitarfélaganna sem vísað er til.
- Upphæð styrks: 450.000 kr.
-
Stutt lýsing á verkefninu:Verkefnið Gönguleiðir í Ásahreppi og Rangárþingi ytra snýst um að kortleggja áhugaverðargönguleiðir í byggð og hálendisjaðri sveitarfélaganna og gera þær aðgengilegar.
-
Vinnsla á hrognum úr villtum laxi
-
Umsækjandi: Reynir Friðriksson í samstarfi við Fiskás á Hellu og Rangárþing ytra.
-
Upphæð styrks: 600.000 kr.
-
Stutt lýsing á verkefninu:
Verkefni þetta snýst um að fullnýta laxahrogn sem falla til við vinnslu á villtum laxi úrRangánum.
-
-
Aðstoð til Markaðsmála Sveitagrills Míu
- Umsækjandi: Stefanía Björgvinsdóttir
- Upphæð styrks: 100.000 kr.
-
Stutt lýsing á verkefninu:
Sótt er um styrk til að auglýsa 50's grillvagn sem staðsettur verður á Hellu.