Ný heimasíða

Ný heimasíða

Viðbrögð við nýrri heimasíðu Rangárþings ytra hafa verið góð en verið er að vinna í efnisyfirfærslu af gömlu síðunni jafnt sem mótun nýjunga.  Notendur síðunnar eru hvattir til að koma með ábendingar varðandi það sem betur mætti fara. Hér má lesa tilkynningu vegna nýju heimasíðunnar.
readMoreNews
Tilkynning frá Karlakór Rangæinga

Tilkynning frá Karlakór Rangæinga

Karlakór Rangæinga óskaði eftir því að eftirfarandi tilkynning yrði birt á heimasíðunni: "Opna æfingin með Karlakór Rangæinga sem vera átti í safnaðarheimilinu í kvöld, þriðjudag 13. mars, frestast til fimmtudags 15. mars kl. 20:00".
readMoreNews
Leitað að íþróttamanni ársins í Rangárþingi ytra árið 2011

Leitað að íþróttamanni ársins í Rangárþingi ytra árið 2011

Íþrótta- og tómstundanefnd Rangárþings ytra óskar eftir tilnefningum vegna kjörs íþróttamanns ársins 2011.
readMoreNews
Samþykktir frá fundi Sveitarstjórnar Rangárþings ytra 1. mars 2012

Samþykktir frá fundi Sveitarstjórnar Rangárþings ytra 1. mars 2012

Til frekari glöggvunar fyrir lesendur síðunnar verður hér leitast við að skýra með ýtarlegri hætti helstu dagskrárliði á síðasta sveitarstjórnarfundi.  Líta má að þessi skrif sem nokkurs konar fréttaútskýringu vegna þeirra málefna sem á fundinum voru til umfjöllunar og afgreiðslu.
readMoreNews
Tilkynning vegna nýrrar heimasíðu

Tilkynning vegna nýrrar heimasíðu

Nú hefur ný heimasíða Rangárþings ytra verið opnuð en ákveðið var í sumar að hefja vinnu við gerð hennar.  Lesið stutta lýsingu á síðunni með því að smella á fyrirsögn.
readMoreNews
Yfirlýsing frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Strætó bs.

Yfirlýsing frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Strætó bs.

Á síðasta ári hófst vinna við yfirfærslu almenningssamgangna á landsbyggðinni frá ríki til sveitarfélaga.  Markmið yfirfærslunnar er að nýta betur fjárframlög ríkisins til þessara samgangna og stuðla að aukningu og eflingu þeirra.
readMoreNews
Suðurland í sókn – sýning í Ráðhúsinu 16. og 17. mars 2012

Suðurland í sókn – sýning í Ráðhúsinu 16. og 17. mars 2012

Nú ætlum við hjá Markaðsstofu Suðurlands og Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands að endurtaka landshlutasýninguna sem tókst svo vel í fyrra. Í ár köllum við sýninguna  ,,Suðurland í sókn “ og verður hún í Ráðhúsi Reykjavíkur um miðjan mars. Eins og í fyrra verða tveir sýningardagar. Föstudagurinn 16. mars og  laugardagurinn 17. mars.
readMoreNews
Námskeið um varmadælur

Námskeið um varmadælur

Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum vekja athygli á námskeiði um varmadælur sem haldið verður á Austurvegi 56 á Selfossi föstudaginn 24. febrúar nk. Á námskeiðinu, sem er á vegum Iðunnar, eru notkun varmadæla kynnt og farið verður í uppbyggingu, gerðir, tengingar, stillingar og lokafrágang við uppsetningu þeirra.
readMoreNews
Styrkir til bættrar einangrunar - Átaksverkefni 2011

Styrkir til bættrar einangrunar - Átaksverkefni 2011

Iðnaðarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis í þeim tilgangi að draga úr orkunotkun og þar með kostnaði við upphitun þess er beint að húsnæði sem byggt er fyrir 1945, áður en lágmarkskröfur til einangrunargilda (U-gilda) byggingarhluta voru settar í byggingarreglugerðir.
readMoreNews
Íbúafundur vegna fjárhagsáætlunar 2012

Íbúafundur vegna fjárhagsáætlunar 2012

Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri boðar til opins íbúafundar. Boðað er til opins íbúafundar vegna vinnu við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra fyrir árið 2012. Fundurinn verður haldinn í íþróttahúsinu á Hellu, mánudaginn 7. nóvember nk. og hefst kl. 20:30.
readMoreNews