Góð þátttaka á reiðnámskeiðum hjá Rangárvalladeild Geysi

Rangárvalladeild Geysis stóð fyrir tveimur reiðnámskeiðum í vetur. Barnanámskeið var undir stjórn Heiðdísar Örnu Ingvarsdóttur og námskeið fyrir 14 ára og eldri undir stjórn Ísleifs Jónassonar. Barnanámskeiðið var sennilega með því ódýrasta í landinu, eða 3.000 krónur á barn fyrir 5 skipti, vegna þátttöku Hestamannafélagsins Geysis í kostnaðinum. Einnig fengu krakkarnir glæsileg viðurkenningarskjöl og pizzaveislu í lok námskeiðsins í boði Rangárvalladeildar. Gríðarlega góð þátttaka var á báðum námskeiðum og gaman var að sjá hversu margir krakkar eru að stíga sín fyrstu spor í hestamennsku. Stefnt er að því að halda annað barnanámskeið undir stjórn Heiðdísar Örnu Ingvarsdóttur fljótlega, en það verður nánar auglýst síðar.


Þorgils Gunnarsson tók þátt í námskeiðinu og fékk glæsilegt viðurkenningarskjal fyrir

 


 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?