Eftirfarandi var birt á vefnum www.dfs.is: Íbúar í Rangárvallasýslu hafa sett sig í samband við DFS og kvartað undan því að heilsugæslustöðvarnar á Hvolsvelli og Hellu eru báðar lokaðar í dag.
Íbúar eru hissa á þessu og vita ekki ástæðuna, það er bara miði þar sem kemur fram að það sé lokað í dag og að fólk þurfi að leita á heilsugæslustöðina á Selfoss þurfi það að komast til læknis eða hringja í 112. Samkvæmt upplýsingum sem DFS hefur aflað sér þá stendur yfir gæðadagur lækna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Þegar haft var samband við forsvarsmenn HSu á Selfossi og þeim sagt frá lokuninni komu þeir af fjöllum, héldu að það ætti ekki að vera lokað. Í ljós hefur komið að um misskilning starfsfólks var að ræða og nú hafa stöðvarnar verið opnaðar á ný.