29. ágúst 2013
Fréttir
Fulltrúar frá sveitarfélaginu Árborg, fulltrúar frá Heilbrigðiseftirlitinu ásamt ráðgjöfum og tæknimönnum heimsóttu forsvarsmenn sveitarfélagsins Rangárþings ytra þann 28. ágúst í þeim tilgangi að kynna sér fyrirkomulag fráveitumála í sveitarfélaginu sem þykir til fyrirmyndar. Guðni G. Kristinsson, umsjónarmaður veitumála Rangárþings ytra og Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri, tóku á móti hópnum og leiddu hann í allan sannleika um málaflokkinn. Farið var m.a. í skoðunarferð í fullkomna hreinsistöð sem sett var upp við Ytri-Rangá síðsumars 2012.