28. ágúst 2013
Fréttir

Forsvarsmenn Rallý Reykjavík hafa óskað eftir að nýta aðstöðu á Hellu til að þjónusta keppnisbíla í Rallý Reykjavík 2013. Þetta fyrirkomulag var reynt í fyrsta skipti í fyrra á svipuðum tíma og gekk vel. Bílarnir verða staðsettir á bílaplaninu við Miðvang á Hellu framan við verslunar- og þjónustukjarnann Miðjuna.
Áætlað er að þjónustubílar komi á staðinn um kl. 11.30-12.00 en áætlað fyrsti keppnisbíll komi á milli kl. 12.25-12.35. Keppnisbílar og þjónustubílar fara svo af svæðinu uppúr kl. 14.00. Svæðinu verður lokað fimmtudagskvöldið 29. ágúst svo að allt geti gengið greiðlega fyrir sig á keppnisdag.
Hér má sjá leiðir og vegalokanir vegna keppninnar: http://rallyreykjavik.net/vegalokanir/