Fundarboð og dagskrá - 51. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, 2010 - 2014

51. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, verður haldinn að Suðurlandsvegi 3 á Hellu, föstudaginn 6. september 2013, kl. 13.00.

FUNDARBOÐ OG DAGSKRÁ

Sveitarstjóri og oddviti gera grein fyrir verkefnum frá síðasta fundi sveitarstjórnar.

1.      Fundargerðir annarra fastanefnda, nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

         1.1    149. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu 23.08.13 í fjórum liðum.

         1.2    6. fundur félagsmálanendar Rangárvalla - og Vestur Skaftafellssýslu 26.08.13 í tveimur liðum.

         1.2.1 Reglur um sérstakar húsaleigubætur.

        

2.      Fundargerðir annarra nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

         2.1    Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum í þremur liðum.

         2.2    152. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands 23.08.13 einn liður.

         2.3    Aukaaðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 23.08.13.

         2.4    153. fundur Skólaskrifstofu Suðurlands 28.08.13 í tveimur liðum.

         2.5    20. stjórnarfundur á Lundi 16.08.13, í fimm liðum.

         2.6    21. stjórnarfundur á Lundi 30.08.13, í tveimur liðum.

         2.7    Hönnunarfundur Sorpstöðvar Rangæinga 28.08.13 í þremur liðum.

         2.8    Aðalfundur Vottunarstofa Tún 30.08.13 í 13 liðum.

 

3.      3.1    Kosning fulltrúa í  Félags-skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.

         3.2    Skipan í vinnuhóp fyrir Landmannalaugar.

         3.3    Umhverfisstofnun 08.07.13 beiðni um tilnefningu fulltrúa í vinnuhóp vegna friðlýsingar.

 

4.      4.1    Samtök sunnlenskra sveitarfélaga 22.08.13 - tillaga að samþykktum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 2013.

         4.2  Samtök sunnlenskra sveitarfélaga 22.08.13 - Samþykktir SASS - Samþykkt á aðalfundi SASS 19.  október 2012 .

 

5.      Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings ytra önnur  umræða.

 

6.      Samþykkt um fráveitur og meðhöndlun seyru í Rangárþingi ytra önnur umræða.

 

7.      Nágrannavarsla.

 

8.      Kosning aðal og varamanns í stjórn Félags- og Skólaþjónustu Rangárvalla-  og Vestur Skaftafellssýslu.

 

9.      Fyrirspurnir frá Guðfinnu Þorvaldsdóttur frá hreppsráðsfundi 21.08.13

 

10.    Fyrirspurnir fulltrúa Á lista:

10.1  Voru keypt leiktæki í samræmi við tillögu íþrótta- og tómstundanefndar, sbr. 34. fund sveitarstjórnar 6. sept 2012?

10.2  Hafa verið mótaðar reglur og skilgreint sérstakt svæði fyrir útimarkaði og sölutjöld/-vagna í samræmi við bókun sveitarstjórnar á 34. fundi sveitarstjórnar 2012?

10.3  Hver er staða á ritun Hellusögu?  Hvenær er áætlað að bókin verði tilbúin?

10.4  Hver er staða á gerð fjölskyldugarðs á Hellu í samræmi við bókun og tillögu þar um á  34. fundi sveitarstjórnar 2012?

10.5  Hvernig standa mál varðandi úrvinnslu skráninga á hugmyndagátt sveitarfélagsins?

 

11.    Tillögur Á-lista:

11.1 Sala fasteigna sveitarfélagsins
Tillaga: Sveitarstjóra falið að taka saman lánayfirlit og skilgreind kjör lána vegna Þrúðvangs 31 á Hellu og leggja fyrir næsta reglulega fund hreppsráðs.

11.2  Aðstaða til fjarnáms
Tillaga: Sett verði upp aðstaða fyrir nemendur sem stunda fjarnám á framhalds- og háskólastigi í sveitarfélaginu. Helst er horft til nýtingar skólahúsnæðis á kvöldin og um helgar. Sveitarstjóra falið að taka saman mögulega kosti og leggja fyrir næsta fund hreppsráðs.

 

11.3 Upplýsingarit um sveitarfélagið
Tillaga
: Gert verði upplýsingarit um sveitarfélagið þar sem tekin verði saman þjónusta sem sveitarfélagið veitir. Fyrirtækjum sveitarfélagsins verði einnig boðin þátttaka til að kynna sig. Einnig að taka saman yfirlit yfir helstu viðburði ársins s.s. fyrirkomulag töðugjalda og þorrablóts. Bæklingurinn verði hugsaður fyrst og fremst til að auðvelda nýjum íbúum sveitarfélagsins að fóta sig á nýjum stað. Nauðsynlegt verður að huga að útgáfu á öðrum tungumálum en íslensku sem og framsetningu á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

12.    Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:

12.1  Umsókn um styrk til Neyðarflutnings nám við Sjúkraflutningaskólann 19.08.13.

12.2  Landgræðsla ríkisins 14.08.13 ósk um heimild til að dreifa lífrænum áburði á lítt gróið land í eigu          sveitarfélagsins.

12.3  Thorp Consulting 26.08.13- Stöðugreining og árangursmat - boð um þjónustu.

12.4  Fundarboð upplýsingafundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs 10.09.13  kl. 14.00 í Hvoli Hvolsvelli.

 

13.    Annað efni til kynningar:

         13.1  Sorpstöð Suðurlands 21.08.13, drög að stofnsamningi Sorpu bs. 21.08.13.

         13.2  Skýrsla um Sameiningu og samstarfsmöguleika Sorpu bs og Sorpstöðvar Suðurlands 21.08.13.

         13.3  Samband íslenskra sveitarfélaga 23.08.13 - Evrópsk lýðræðisvika í kringum 15. október.

         13.4  Samband íslenskra sveitarfélaga 30.05.13 - Nýsköpunarráðstefna 29.01.14.

         13.5  Umhverfis og auðlindaráðuneytið 27.08.13 - Dagur Íslenskrar náttúru 19.09.13.

         13.6  Landsvirkjun- vindmyllur 28.08.13

         12.7  Evrópsk lýðræðisvika 2013  23.08.13

         13.8  Eystri Rangá- veiðidagur fjölskyldunnar 08.09.13

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?