16. apríl 2014
Fréttir
Þjónustumiðstöð Rangárþings ytra auglýsir laust til umsóknar starf iðnaðarmanns sem m.a. hefur umsjón með fasteignum sveitarfélagsins og viðhaldi þeirra.
Í því felst að fylgjast með ástandi húsa og lóða, skipuleggja endurbætur og viðhald, hafa umsjón með nýframkvæmdum og vera tengiliður við verktaka.
Jafnframt sinnir viðkomandi verkefnum fyrir skipulags- og byggingarfulltrúa s.s. úttektum og eftirliti á byggingastað, GPS mælingum og öðrum tilfallandi verkefnum skv. fyrirmælum forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar.
Næsti yfirmaður er forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar
Helstu verkefni:
? Umsjón með viðhaldi og endurbótum á fasteignum sveitarfélagsins
? Verkefnastjórnun nýrra framkvæmda á vegum sveitarfélagsins
? Samskipti við verktaka
? Áfangaúttektir á byggingarstað
? GPS innmælingar og útsetningar
? Gerð verk-,tíma- og kostnaðaráætlana
? Gerð fjárhagsáætlana í samvinnu við forstöðumann ÞJM
? Kostnaðareftirlit og tilboðsgerð
? Bakvaktir skv. kerfi Þjónustumiðstöðvar
Hæfniskröfur:
? Iðnmenntun á byggingasviði
? Reynsla af verkefnastjórnun
? Þekking og reynsla af GPS mælitækni æskileg
? Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
? Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
? Hæfni í mannlegum samskiptum mjög mikilvæg
Laun samk. Kjarasamningi Sambands ísl. Sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og greinargerð þar sem fram kemur ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með. 2. maí 2014.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst að loknu ráðningarferlinu.
Nánari upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar R.y
Bjarni Jón Matthíasson í síma 861-5639
Bjarni Jón Matthíasson í síma 861-5639