Framboð til sveitarstjórnar Rangárþings ytra.

10.maí.14 | 12:00

Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 31. maí 2014.  Frestur til að skila framboðslistum er til kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014.

Framboðum, ásamt nauðsynlegum fylgigögnum, skal skila á skrifstofu Rangárþings ytra á Hellu, fyrir þann tíma eða á fund kjörstjórnar Rangárþings ytra sem haldinn verður kl. 11:00 laugardaginn 10. maí 2014.  Fundurinn verður haldinn í Grunnskólanum á Hellu.

Undirbúningur, framkvæmd og framboð til sveitarstjórnarkosninga fer eftir lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.

Allar nánari upplýsingar um framboð og kosningar til sveitarstjórna má nálgast á upplýsingavefnum www.kosning.is, á skrifstofum Rangárþings ytra og hjá kjörstjórn Rangárþings ytra.

Kjörstjórn Rangárþings ytra

Valur Harladsson, formaður
Helga Hjaltadóttir
Birkir Ármannsson.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?