Hjóladagur á Heklukoti
Hinn árlegi hjóladagur var á leikskólanum Heklukoti í dag. Lögreglan kom í heimsókn og skoðaði hjálma og hjól hjá börnunum. Síðan var farið á bílastæðið við sparkvöllinn þar sem Diego var búin að útbúa hjólabraut þar sem börnin þurfa að fara eftir hinum ýmsu umferðareglum t.d. að stoppa fyrir gangandi vegfarendum, bíða á rauðu ljósi og margt fleira skemmtilegt. Allir voru hæst ánægðir með daginn og sumir ákváðu að sleppa hjálpardekkjunum í tilefni dagsins.
13. maí 2020
Fréttir