Íslandsmót í flugi og flughátíð á Hellu
Í gær þann 7. júlí hófst Íslandsmót í flugi sem haldið er á Helluflugvelli. Að þessu sinni er keppt í vélflugi, fisflugi, listflugi, drónaflugi og svifflugi. Um er að ræða töluverða aukningu í keppnisgreinum frá fyrra ári. Að mótinu loknu tekur við flughátíðin Allt sem flýgur á Hellu sem stendur fram á sunnudag. Í tilefni þess býður Flugmálafélag Íslands í samvinnu við H2 Ballooning upp á flug í loftbelg þar sem að Flugmálafélagið í samstarfi við Icelandair Cargo, Hertz á Íslandi, Linde Gas ehf. og Hótel Rangá fengu atvinnumenn á sviði loftbelgjaflugs til landsins frá H2 ballooning með Dominik Haggeney sem aðal flugmann.
08. júlí 2020
Fréttir