07. maí 2020
Fréttir
Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er áhersluverkefni á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og nýr samkeppnissjóður Sóknaráætlunar Suðurlands vegna COVID 19. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja verkefni starfandi ferðaþjónustufyrirtækja og fyrirtækja sem hafa megin tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu.
• Veittir verða verkefnastyrkir að upphæð 500.000 krónur
• Handleiðsla ráðgjafa á vegum SASS til stuðnings verkefninu
• Aðgengi að sértækri fræðslu og sérfræðiþjónustu
Umsóknarfrestur er til 12. maí 2020 klukkan 16:00. Umsóknarform og frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu www.sass.is/soknarfaeri