Formleg opnun tengibyggingar við Suðurlandsveg 1-3 á Hellu

Laugardaginn 30. júní 2012 kl. 14 fór fram athöfn vegna formlegrar opnunar á tengibygginunni við Suðurlandsveg 1-3 á Hellu.  Húsið hefur verið í byggingu frá því árið 2008 en framkvæmdum er ekki lokið að öllu leyti.  Við athöfnina blessaði Sr. Guðbjörg Arnardóttir húsið og aðstoðaði Gunnstein R. Ómarsson, fulltrúa eigenda hússins, við að afhjúpa nafn byggingarinnar sem valið hafði verið af stjórn eftir opna nafnasamkeppni. 

Um 100 tillögur voru skráðar í nafnasamkeppninni en 4 skráningar voru með tillögu að nafninu „Miðjan“ sem varð hlutskarpast að lokum.  Sr. Guðbjörg dró um hver þeirra hlaut verðlaun sem gefin voru af Kjarval, Kökuval og Lyf & Heilsu sem leigja rými í verslunar- og þjónustukjarnanum.  Nafn Gísla Jafetssonar var dregið út pottinum en aðrir sem sendu inn sömu tillögu voru Margrét Bjarnadóttir, Halldór Guðjónsson og Margrét/Knútur Scheving sem sendu inn tillöguna í sameiningu.

Öllum þeim sem sendu inn tillögu í nafnasamkeppnina er þakkað fyrir þeirra framlag og góðar tillögur.  Vinningshafa nafnasamkeppninnar er bent á að vitja verðlaunanna í móttöku sveitarfélagsins á 2. hæð hússins.

 

Nokkrar myndir frá athöfninni:

Gunnsteinn ávarpar gesti við upphaf athafnarinnar

 

Sr.Guðbjörg blessar húsið

 

Sr.Guðbjörg dregur nafn vinningshafans upp úr hattinum

 

Kökuval útbjó glæsilega köku með vörumerki Miðjunnar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ísólfur G. Pálmason færði forsvarsmönnum Rangárþings ytra blómvönd að gjöf frá Rangárþingi eystra í tilefni dagsins

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?