Í dag var opnuð Vínbúð í húsnæðinu við Suðurlandsveg 1-3 á Hellu en henni var lokað í mars 2010 vegna breytinga á húsnæðinu. Félagið Suðurlandsvegur 1-3 ehf. sem á húsnæðið hefur gert leigusamning við Vínbúðina sem tryggir veru búðarinnar til langrar framtíðar. Opnun Vínbúðarinnar mun án efa efla og styrkja aðra verslun og þjónustu og verða svæðinu öllu til framdráttar.
Vínbúðin er staðsett á sama stað og áður í þjónustukjarnanum næst versluninni Kjarval og er Sigríður Magnea Sigurðardóttir verslunarstjóri. Í sumar er Vínbúðin opin mánudaga til fimmtudaga frá 11-18, föstudaga frá 11-19 og laugardaga frá 11-16.
Hér eru nokkrar myndir frá opnun Vínbúðarinnar í dag:
Aðstoðarforstjóri Vínbúðarinnar, Sigrún Ósk Sigurðardóttir, segir nokkur orð við opnunina.
Sigríður Magnea Sigurðardóttir sker fyrstu sneiðina við opnunarathöfn.
Gunnsteinn R. Ómarsson, stjórnarformaður Suðurlandsvegar 1-3 ehf. var fyrsti viðskiptavinurinn.