Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

1303028 - Stóra-Bót, Geitasandi- pdf

Skipulagssvæðið er um 18 ha. Á frístundasvæðinu eru 2 frístundahús, 2 vélaskemmur, flugbraut og flugskýli. Gert er ráð fyrir aðkomu um núverandi aðkomuveg sem liggur af Rangárvallavegi nr. 264. Gert er ráð fyrir að vinna deiliskipulag fyrir allt frístundasvæðið sem taki til 5 frístundalóða, en á svæðinu hafa þegar verið byggð 2 frístundahús og skemma.

0302059 – Ölversholt, Holtum- pdf

Deiliskipulagið tekur til jarðanna Ölversholts 1 og Ölversholts 3. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir þremur íbúðarlóðum í Ölversholti 3 og einni frístundalóð í Ölversholti 1. Ennfremur er gert ráð fyrir fjórum frístundalóðum.

1212019 – Strönd, Sorpstöð Rangárvallasýslu- pdf

Sorpförgunarsvæðið að Strönd er um 30 ha að stærð. Sorpstöðin sér um alla meðhöndlun og förgun úr­gangs á starfsvæðinu. Skipulagið gerir ráð fyrir byggingu skemmu fyrir flokkun, umhleðslu Eldra deiliskipulag fellur niður við gildistöku þessa deiliskipulags. Tillögunni fylgir umnhverfisskýrsla.

1212007 – Svínhagi, spildur SH13 og SH14. - pdf

Skipulagssvæðið er um 12,7 ha að stærð úr landi Svínhaga. Lóðirnar liggja sunnan við austurhluta frístundasvæðisins Heklubyggðar og liggja lóðirnar Klapparhraun 1 og 3 að skipulagssvæðinu. Deiliskipulagið tekur til byggingar á íbúðarhúsi, gestahúsum, gróðurhúsi og vélarhúsi ásamt útihúsi. Tillagan er hér endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu.

1301045 – Krókur, Rangárvallaafrétti- pdf

Rangárvallaafréttur er innan þjóðlendu. Skipulagssvæðið er um 6 ha að stærð. Á svæðinu er gangnamannaskáli auk þess sem rústir gamalla skála eru á svæðinu. Deiliskipulagið tekur til afmörkunar þriggja lóða þar sem heimilt verður að byggja gistiskála. hesthús, þjónustuhús og útbúa tjaldsvæði. Deiliskipulaginu fylgir umhverfisskýrsla.

1301027 – Hungurfit, Rangárvallaafrétti- pdf

Rangárvallaafréttur er innan þjóðlendu. Skipulagssvæðið er um 7 ha að stærð. Á svæðinu er gangnamannaskáli. Deiliskipulagið tekur til afmörkunar þriggja lóða þar sem heimilt verður að byggja gistiskála. þjónustuhús og útbúa tjaldsvæði. Deiliskipulaginu fylgir umhverfisskýrsla. Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla.

1304039 – Hellar land B, Landsveit. - pdf

Skipulagssvæðið er um 5 ha að stærð. Tilgangur deiliskipulagsins er að afmarka byggingarreiti fyrir heilsárshús, frístundahús, geymslur og gripahús á Landi B. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir þrem lóðum þ.e. einni sem rúmar íbúðarhús, geymslu og geymslu/gripahús, einni sem rúmar frístundahús og einni sem rúmar íbúðarhús og geymslu.

1304013 – Lerkiholt, Meiri-Tungu. - pdf

Skipulagssvæðið er um 25,3 ha að stærð. Aðkoma að Lerkiholti er af Ásvegi, nr. 275. Gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss allt að 150 m², gestahúsi allt að 60 m², skemmu/hesthúsi allt að 600 m² og geymslu allt að 30 m².

1305016 – Árvellir úr landi Litla-Klofa- pdf

Deiliskipulagið nær yfir um 3 ha spildu úr landi Litla-Klofa í Landsveit. Deiliskipulagið tekur til byggingareits þar sem heimilt verður að byggja frístundahús, gestahús og gróðurhús/geymslu.

1305030 – Svínhagi SH-19. - pdf

Deiliskipulagið nær yfir um 14 ha spildu úr landi Svínhaga. Deiliskipulagið tekur til bygginga á tveimur íbúðarhúsum, sundlaug, hesthúsi, vélageymslu ásamt jarðhýsi. 

1305038 – Svínhagi R-24 og 25, sameining lóða- pdf

Deiliskipulagið tekur til tveggja lóða, R-24 og R-25, sem sameinaðar verða í eina. Sameinuð lóð fær nafnið Fitjahraun 19 og verður um 3 ha að stærð eftir sameiningu.   Tillagan tekur til breytinga á byggingareitum, þar sem innan lóðar verður einn byggingareitur. Heimilt verði að reisa allt að fjögur frístundahús ásamt bílgeymsla og eða gestahúsum. Byggingarmagn verði 600 m² innan lóðarinnar. 

Tillögurnar, ásamt umhverfisskýrslu fyrir Strönd, Krók og Hungurfit liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. ágúst. 2013 

 

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar að endurskoðun og breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022

1302036 – Landmannaafréttur, Sprengisandslína- pdf

Rangárþing ytra hefur ákveðið að endurskoða aðalskipulag Rangárþings ytra 2010-2022 á Landmannaafrétti. Forsendur endurskoðunarinnar eru breytt stefnumörkun varðandi legu háspennulínu yfir Sprengisand. Að öðru leyti eru forsendur óbreyttar frá gildandi aðalskipulagi.

1302042 – Iðnaðarsvæði við Þykkvabæ- pdf

Rangárþing ytra hefur ákveðið að endurskoða aðalskipulag Rangárþings ytra 2010-2022 á iðnaðarsvæði norðan þéttbýlisins í Þykkvabæ. Forsendur endurskoðunarinnar eru breytt stefnumörkun varðandi vistvæna orkuöflun. Áætlað er að reistar verði tvær vindrafstöðvar sem geti framleitt allt að 1,9  MW. Að öðru leyti eru forsendur óbreyttar frá gildandi aðalskipulagi.

Ofantaldar lýsingar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn ábendingum eða athugasemdum er til 4. júlí. 2013 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?