Sundlaugin á Hellu opnar aftur kl. 6.30 föstudaginn 14. júní næstkomandi eftir gagngerar breytingar og lagfæringar á búningsaðstöðu og á framsvæði við aðalinngang.
Aðalbreytingarnar inni felast í því að sturtuaðstaða beggja kynja er aukin og endurbætt, sturtum fjölgar um helming í hvorum klefa og bætt er við salernisaðstöðu fyrir fatlaða í báðum klefum.
Saunabaðið er fært til og uppfært og allar lagnir, bæði vatns- og frárennslislagnir eru endurnýjaðar, sömuleiðis gólf og veggefni.
Aðkomusvæði sundlaugarinnar fær andlitslyftingu, stoðveggjum breytt og hellulagnir endurnýjaðar með snjóbræðslu undir. Lággróður kemur í kerin sem afmarkar göngu- og akstursleiðir á aðkomusvæðinu.
Nýjar rafdrifnar útihurðir hafa verið settar upp, bæði aðkomuhurð og sú sem snýr út í sundlaugargarð